Viðar Ari Jónsson var á skotskónum þegar Sandefjord lagði Strommen í norsku B-deildinni í fótbolta í dag. Viðar Ari jafnaði metin í 2-2 á 69.mínútu og skömmu síðar komst Sandefjord í 2-3 sem reyndust lokatölur leiksins.
Á sama tíma gerði Íslendingalið Álasund markalaust jafntefli við Jerv en þeir Daníel Leó Grétarsson, Aron Elís Þrándarson, Davíð Kristján Ólafsson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru allir í byrjunarliði Álasund.
Álasund og Sandefjord eru í tveimur efstu sætum deildarinnar eftir 9 umferðir og eru bæði taplaus.
Í norsku úrvalsdeildinni fékk Dagur Dan Þórhallsson ekki að spreyta sig þegar lið hans, Mjöndalen, steinlág fyrir Haugasund, 1-4.
