Letti búsettur á Íslandi varð fyrir auðkennisþjófnaði í Bretlandi án þess að hafa komið þangað Sylvía Hall skrifar 27. maí 2019 20:42 Edmunds starfar hjá bílaleigunni Átak hér á landi. Aðsend Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita. Bretland Lettland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
Edmunds Brikainis, 23 ára gamall Letti sem hefur verið búsettur hér á landi í tæplega þrjú ár, komst að því í apríl á þessu ári að hann hafði verið dæmdur fyrir umferðarlagabrot í Bretlandi. Hið furðulega er að Edmunds hefur aldrei komið til Bretlands. Fyrst var greint frá málinu á LincolnshireLive en forsaga málsins er sú að árið 2016 lenti Edmunds í þeirri óheppilegu lífsreynslu að veski hans var stolið í heimalandinu. Veskið innihélt meðal annars nafnskírteini og ökuskírteini. Telur hann að einhver sé að notast við nafn hans í Bretlandi og hann sé fórnarlamb auðkennisþjófnaðar. „Vinur minn fann nafnið mitt skráð fyrir tveimur fyrirtækjum í Bretlandi þegar hann fletti eftirnafninu mínu upp á Google,“ segir Edmunds í samtali við Vísi. Fyrirtækin voru skráð í apríl árið 2017 en sjálfur hefur Edmunds hvorki verið í Bretlandi né skráð nokkur fyrirtæki þar. Heimilisfang fyrirtækjanna hafði einnig verið skráð sem hans heimilisfang. Lítil hjálp í lögreglunni í Lincolnskíri Hann setti sig í samband við yfirvöld sem sjá um skráningu fyrirtækja þar í landi og voru fyrirtækin leyst upp í september á síðasta ári og tekin af skrá. Á þessu ári bættist enn eitt málið við þegar Edmunds fann nafn sitt á málaskrá hjá dómstólum í Lincolnskíri. „Ég hafði verið dæmdur fyrir umferðalagabrot í fyrra og var sektaður um 660 pund og eitthvað aukalega og fékk sex punkta,“ segir Edmunds. Hann segist þó aldrei hafa borgað sektina, enda veit hann ekki hvernig yfirvöld ættu að senda honum reikninginn. Aðspurður hvort hann hafi sett sig í samband við lögreglu þar í landi svarar hann játandi en það hafi ekki skilað miklu. „Ég reyndi að setja mig í samband við þau en símtölin voru alltaf áframsend og allir bentu á hvorn annan. Sama hvað ég reyndi þá var mér bara alltaf gefið samband við næsta mann og þannig hélt þetta áfram,“ segir Edmunds sem gafst að lokum upp. „Enginn vildi hjálpa mér né gefa mér upplýsingar varðandi málið.“ Hann segist nú bíða næstu skrefa en hann hefur skrifað lögreglunni í Lincolnskíri og beðið þá um að rannsaka auðkennisþjófnaðinn. Þá hefur hann einnig látið lögreglu í heimalandinu vita.
Bretland Lettland Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira