Enski boltinn

Frændi eiganda City við það að kaupa Newcastle

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Mike Ashley keypti Newcastle árið 2007
Mike Ashley keypti Newcastle árið 2007 vísir/getty
Eigandi Newcastle er í viðræðum við auðjöfur úr Sameinuðu arabísku furstadæmunum um kaup á félaginu.

Sheikh Khaled bin Zayed Al Nahyan er ættingi eiganda Manchester City, Sheikh Mansour. Hann hefur áður reynt að festa kaup á ensku félagi en hann gerði tveggja milljarða punda kauptilboð í Liverpool á síðasta ári.

Samkvæmt frétt BBC er tilboð Sheikh Khaled í Newcastle upp á 350 milljónir punda.

Fjárfestingafélag hans er sagt hafa komist að samkomulagi við Newcastle og Mike Ashley. Ashley hefur verið að reyna að selja Newcastle síðan í október 2017.

Ashley hefur fengið mikla gagnrýni frá stuðningsmönnum Newcastle fyrir það hvernig hann rekur félagið og margir þeirra vilja losna við hann sem fyrst.

Newcastle endaði í 13. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í vetur.


Tengdar fréttir

Ashley tekur Newastle af sölu

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur tekið félagið af sölu eftir sautján mánuði án þess að fá viðeigandi kauptilboð í délagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×