Færeyski forstjórinn bætti rör frítt Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. maí 2019 06:00 Jóhann Ólafson, Skarphéðinn Gíslason og Ásgeir G. Guðbjartsson. Myndin er tekin í Klakksvík í Færeyjum, (Klaksvík). Báturinn reyndist vel á langsiglingunni, hann virtist fara vel í sjó, en það á eftir að reyna á hann almennilega, miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Ásgeir G. Guðbjartsson sem var stýrimaður á Gísla Jóns, nýju skipi Björgunarfélags Ísafjarðar, á siglingu þess frá Bodö í Noregi til Ísafjarðar. „Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, með viðkomu í Færeyjum. Fengum mjög gott veður nánast alla leið, vindur fór í mest 10-12 metra út af Austfjörðum, þar stóð báturinn sig vel og fór ágætlega með okkur.“ Í Færeyjum þurfti að laga smávægilegan smurolíuleka, síðdegis á laugardag. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti sjálfur um borð, endurbætti rörið og tók ekkert fyrir það, að sögn Ásgeirs. „Færeyingarnir voru mjög almennilegir við okkur og líka þeir sem við áttum samskipti við í Noregi.“ Skipstjóri í ferðinni var Skarphéðinn Gíslason, faðir hans var Gísli Jónsson, sá sem báturinn er skírður eftir. Vélstjórinn, Jóhann Ólafson, hefur verið í björgunarsveitinni í tugi ára, formaður á tímabili. Ásgeir starfar sem II stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni, hann er barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar, skipstjóra á Guðbjörgu ÍS-46 (Geira á Guggunni). Ásgeir segir Gísla Jóns smíðaðan 1997 og hafa verið í Bodö hjá Redding selskap í yfir 20 ár. Þótt hann sé ekki stór segir Ásgeir hann hafa ákveðna kosti umfram gamla bátinn. „Þessi er öflugri, auðveldara að sigla honum hraðar þegar á þarf að halda, eins er hljóðeinangrunin betri og aðbúnaðurinn fyrir mannskapinn.“ Bodö er norðarlega í Noregi en í stað þess að taka vissa áhættu með því að stíma beinustu leið til Ísafjarðar, með olíubirgðir um borð, ákvað skipstjórinn að sigla suður með Noregsströnd til Álasunds og þar yfir til Færeyja. En er rétta nafnið komið á kinnung bátsins? „Það er búið að líma það á hann til bráðabirgða.“ Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Færeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira
Báturinn reyndist vel á langsiglingunni, hann virtist fara vel í sjó, en það á eftir að reyna á hann almennilega, miðað við íslenskar aðstæður,“ segir Ásgeir G. Guðbjartsson sem var stýrimaður á Gísla Jóns, nýju skipi Björgunarfélags Ísafjarðar, á siglingu þess frá Bodö í Noregi til Ísafjarðar. „Við vorum þrjá sólarhringa á leiðinni, með viðkomu í Færeyjum. Fengum mjög gott veður nánast alla leið, vindur fór í mest 10-12 metra út af Austfjörðum, þar stóð báturinn sig vel og fór ágætlega með okkur.“ Í Færeyjum þurfti að laga smávægilegan smurolíuleka, síðdegis á laugardag. Forstjóri vélsmiðjunnar KSS mætti sjálfur um borð, endurbætti rörið og tók ekkert fyrir það, að sögn Ásgeirs. „Færeyingarnir voru mjög almennilegir við okkur og líka þeir sem við áttum samskipti við í Noregi.“ Skipstjóri í ferðinni var Skarphéðinn Gíslason, faðir hans var Gísli Jónsson, sá sem báturinn er skírður eftir. Vélstjórinn, Jóhann Ólafson, hefur verið í björgunarsveitinni í tugi ára, formaður á tímabili. Ásgeir starfar sem II stýrimaður á Júlíusi Geirmundssyni, hann er barnabarn Ásgeirs heitins Guðbjartssonar, skipstjóra á Guðbjörgu ÍS-46 (Geira á Guggunni). Ásgeir segir Gísla Jóns smíðaðan 1997 og hafa verið í Bodö hjá Redding selskap í yfir 20 ár. Þótt hann sé ekki stór segir Ásgeir hann hafa ákveðna kosti umfram gamla bátinn. „Þessi er öflugri, auðveldara að sigla honum hraðar þegar á þarf að halda, eins er hljóðeinangrunin betri og aðbúnaðurinn fyrir mannskapinn.“ Bodö er norðarlega í Noregi en í stað þess að taka vissa áhættu með því að stíma beinustu leið til Ísafjarðar, með olíubirgðir um borð, ákvað skipstjórinn að sigla suður með Noregsströnd til Álasunds og þar yfir til Færeyja. En er rétta nafnið komið á kinnung bátsins? „Það er búið að líma það á hann til bráðabirgða.“
Birtist í Fréttablaðinu Björgunarsveitir Færeyjar Ísafjarðarbær Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Innlent Fleiri fréttir Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Sjá meira