Trippier ekki í Þjóðadeildarhópnum hjá Southgate Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. maí 2019 07:30 Trippier fer ekki með enska landsliðinu til Portúgals. vísir/getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur tilkynnt hvaða 23 leikmenn verða í enska hópnum í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í Portúgal í næsta mánuði. Southgate valdi upphaflega 27 leikmenn í Þjóðadeildarhópinn. Þeir óheppnu sem duttu út úr hópnum eru Nathan Redmond, James Ward-Prowse, Harry Winks og Kieran Trippier. Sá síðastnefndi var einn besti leikmaður Englands á HM síðasta sumar en átti ekki sitt besta tímabil með Tottenham í vetur. Southgate ákvað því frekar að veðja á Kyle Walker og Trent Alexander-Arnold í stöðu hægri bakvarðar. „Trippier hefur verið stór hluti af hópnum, viðhorf hans er til fyrirmyndar og hann hefur mikla ástríðu fyrir landsliðinu en Walker og Alexander-Arnold enduðu tímabilið svo vel,“ sagði Southgate. Trippier hefur leikið 16 landsleiki og skorað eitt mark. Það kom beint úr aukaspyrnu gegn Króatíu í undanúrslitum HM í Rússlandi. Liðsfélagi Trippiers hjá Tottenham, Harry Kane, er í hópnum en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Kane sagði þó í gær að hann væri klár í slaginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn þar sem Spurs mætir Liverpool. England mætir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar 6. júní. Þremur dögum seinna fara úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið fram. Enska hópinn sem fer til Portúgals má sjá hér fyrir neðan.England have announced their 23-man squad for the Nations League Finals next month Kieran Trippier Harry Winks James Ward-Prowse Nathan Redmond #NationsLeaguepic.twitter.com/rVNW2M6WHB — PA Dugout (@PAdugout) May 27, 2019 Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira
Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, hefur tilkynnt hvaða 23 leikmenn verða í enska hópnum í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar í Portúgal í næsta mánuði. Southgate valdi upphaflega 27 leikmenn í Þjóðadeildarhópinn. Þeir óheppnu sem duttu út úr hópnum eru Nathan Redmond, James Ward-Prowse, Harry Winks og Kieran Trippier. Sá síðastnefndi var einn besti leikmaður Englands á HM síðasta sumar en átti ekki sitt besta tímabil með Tottenham í vetur. Southgate ákvað því frekar að veðja á Kyle Walker og Trent Alexander-Arnold í stöðu hægri bakvarðar. „Trippier hefur verið stór hluti af hópnum, viðhorf hans er til fyrirmyndar og hann hefur mikla ástríðu fyrir landsliðinu en Walker og Alexander-Arnold enduðu tímabilið svo vel,“ sagði Southgate. Trippier hefur leikið 16 landsleiki og skorað eitt mark. Það kom beint úr aukaspyrnu gegn Króatíu í undanúrslitum HM í Rússlandi. Liðsfélagi Trippiers hjá Tottenham, Harry Kane, er í hópnum en hann hefur glímt við meiðsli undanfarnar vikur. Kane sagði þó í gær að hann væri klár í slaginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn þar sem Spurs mætir Liverpool. England mætir Hollandi í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar 6. júní. Þremur dögum seinna fara úrslitaleikurinn og leikurinn um 3. sætið fram. Enska hópinn sem fer til Portúgals má sjá hér fyrir neðan.England have announced their 23-man squad for the Nations League Finals next month Kieran Trippier Harry Winks James Ward-Prowse Nathan Redmond #NationsLeaguepic.twitter.com/rVNW2M6WHB — PA Dugout (@PAdugout) May 27, 2019
Enski boltinn Þjóðadeild UEFA Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Sjá meira