Býr í smábæ sem minnir á hæli: „Allt þetta tal um samvinnu og menningartengsl er mont“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2019 15:30 Hjalti hefur búið í Svíþjóð í fjórtán ár. vísir/pjetur Leikarinn Hjalti Rögnvaldsson hefur undanfarin 14 ára búið í Svíþjóð í smábænum Sala sem er um 100 kílómetra norðan við Stokkhólm og 60 kílómetrum austan við Uppsala. Hjalti er í ítarlegu viðtali við miðilinn Lifðu Núna en mikið hefur gengið á í lífi Hjalta undanfarin ár. Hjalti er þekktastur fyrir hlutverk sín í Nóa Albinóa, Kaldri Slóð, Rétti, Hafið, Bíódögum og fleiri verkum. Hann segist nýfluttur og að koma sér fyrir á nýjum stað. „Ég leigði íbúð í tæplega aldargömlu húsi hér í Sala en húsinu var ekkert haldið við, allar lagnir voru ónýtar, um áramót var mér tilkynnt að ég yrði að rýma fyrir fyrsta maí og það tókst mér. Í yfirvofandi húsnæðisvandræðum mínum mundi ég eftir því að ég var á biðlista hjá bænum heftir íbúð í miðbænum og var búinn að vera það í fjögur fimm ár. Það ótrúlega gerðist að það var laus íbúð þegar ég þurfti á henni að halda,“ segir Hjalti. Hann segir að bærinn Sala sé mun líkari hæli en bæ. „Miðbærinn er steindauður og hér gerist ekkert. Það er alger kyrrstaða. Þrátt fyrir það er þetta góður staður og hér er einstök náttúrufegurð. Á gamla staðnum átti ég á hættu að snjóa inni á veturna og fótbrotna þegar ég fór í mjólkurbúðina. Hér er hins vegar allt við hendina, öll þjónusta sem ég þarf á að halda, verslanir og stofnanir. Ég kemst allra minna ferða hér.“Erfitt að fá húsnæði í Svíþjóð Hjalti segist hafa verið mjög heppinn að fá húsnæði í Svíþjóð þar sem markaðurinn sé mjög þröngur og erfiður. „Íslendingar vita hins vegar ekkert um húsnæðisskortinn hér. Við vitum ekkert hvert um annað á þessum rígmontnu Norðurlöndum. Það er engin samvinna á milli þessara landa. Þrátt fyrir allskonar ráð og þing sem fyrirmenni sækja þá veit almenningur ekkert hvað er að gerast. Fæstir tala annað norðurlandamál en sitt eigið. Ég minnist þess að á þingi sem norrænir handritafræðingar sóttu, var töluð enska. Menn reyndu ekki einu sinni að tala skandinavísku. Við ættum að vera fimmtugasta og eitthvað ríki Bandaríkjanna. Allt þetta tal um samvinnu og menningartengsl er mont.“ Leikarinn varð sjötugur í vetur og var einnig tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir bókina Þetta er Alla eftir Jon Fosse. „Það var gaman að fá tilnefninguna. En ég er dauðfeginn að hafa ekki fengið verðlaunin, ekki það að það hefði ekki verið gaman en ég fór í gjaldþrotameðferð hér í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Það var afleiðing af þessu vel heppnaða íslenska hruni. Eftir gjaldþrotameðferðina má ég ekki græða neitt eða eiga neitt næstu árin.“Viðtalið í heild sinni má lesa á vef Lifðu núna. Markmiðið með vefnum er að gera líf og störf þeirra landsmanna sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri og auka umræðu um þau málefni sem tengjast þessu æviskeiði og lífsgæði þeirra sem eru komnir á þann aldur. Leikhús Svíþjóð Tengdar fréttir Fjallar um ást og dauða Nú er himneska sumarið komið er heiti nýs leikrits eftir Sigtrygg Magnason sem sýnt er í Dillonshúsi í Árbæjarsafni. Það gerist í nútímanum en er byggt á ástarsögu langafa og langömmu höfundarins. 14. apríl 2013 14:30 Séð og heyrt náði aldrei í hann Dagskrá helguð Geir Kristjánssyni, skáldi og þýðanda, verður flutt í MÍR-salnum á Hverfisgötu 105 á morgun, 1. mars, klukkan 16. Hún er í höndum Hjalta Rögnvaldssonar. 28. febrúar 2014 12:00 Heimkoman er hlaðin spennu Þjóðleikhúsið frumsýnir Heimkomuna eftir breska nóbelsverðlaunaskáldið Harold Pinter á laugardaginn. Ingvar E. Sigurðsson er þar í stóru hlutverki. 8. október 2015 13:30 Erfið úrvinnsla ástarinnar Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi. 16. apríl 2013 12:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Leikarinn Hjalti Rögnvaldsson hefur undanfarin 14 ára búið í Svíþjóð í smábænum Sala sem er um 100 kílómetra norðan við Stokkhólm og 60 kílómetrum austan við Uppsala. Hjalti er í ítarlegu viðtali við miðilinn Lifðu Núna en mikið hefur gengið á í lífi Hjalta undanfarin ár. Hjalti er þekktastur fyrir hlutverk sín í Nóa Albinóa, Kaldri Slóð, Rétti, Hafið, Bíódögum og fleiri verkum. Hann segist nýfluttur og að koma sér fyrir á nýjum stað. „Ég leigði íbúð í tæplega aldargömlu húsi hér í Sala en húsinu var ekkert haldið við, allar lagnir voru ónýtar, um áramót var mér tilkynnt að ég yrði að rýma fyrir fyrsta maí og það tókst mér. Í yfirvofandi húsnæðisvandræðum mínum mundi ég eftir því að ég var á biðlista hjá bænum heftir íbúð í miðbænum og var búinn að vera það í fjögur fimm ár. Það ótrúlega gerðist að það var laus íbúð þegar ég þurfti á henni að halda,“ segir Hjalti. Hann segir að bærinn Sala sé mun líkari hæli en bæ. „Miðbærinn er steindauður og hér gerist ekkert. Það er alger kyrrstaða. Þrátt fyrir það er þetta góður staður og hér er einstök náttúrufegurð. Á gamla staðnum átti ég á hættu að snjóa inni á veturna og fótbrotna þegar ég fór í mjólkurbúðina. Hér er hins vegar allt við hendina, öll þjónusta sem ég þarf á að halda, verslanir og stofnanir. Ég kemst allra minna ferða hér.“Erfitt að fá húsnæði í Svíþjóð Hjalti segist hafa verið mjög heppinn að fá húsnæði í Svíþjóð þar sem markaðurinn sé mjög þröngur og erfiður. „Íslendingar vita hins vegar ekkert um húsnæðisskortinn hér. Við vitum ekkert hvert um annað á þessum rígmontnu Norðurlöndum. Það er engin samvinna á milli þessara landa. Þrátt fyrir allskonar ráð og þing sem fyrirmenni sækja þá veit almenningur ekkert hvað er að gerast. Fæstir tala annað norðurlandamál en sitt eigið. Ég minnist þess að á þingi sem norrænir handritafræðingar sóttu, var töluð enska. Menn reyndu ekki einu sinni að tala skandinavísku. Við ættum að vera fimmtugasta og eitthvað ríki Bandaríkjanna. Allt þetta tal um samvinnu og menningartengsl er mont.“ Leikarinn varð sjötugur í vetur og var einnig tilnefndur til íslensku þýðingarverðlaunanna fyrir bókina Þetta er Alla eftir Jon Fosse. „Það var gaman að fá tilnefninguna. En ég er dauðfeginn að hafa ekki fengið verðlaunin, ekki það að það hefði ekki verið gaman en ég fór í gjaldþrotameðferð hér í Svíþjóð fyrir nokkrum árum. Það var afleiðing af þessu vel heppnaða íslenska hruni. Eftir gjaldþrotameðferðina má ég ekki græða neitt eða eiga neitt næstu árin.“Viðtalið í heild sinni má lesa á vef Lifðu núna. Markmiðið með vefnum er að gera líf og störf þeirra landsmanna sem eru komnir um og yfir miðjan aldur sýnilegri og auka umræðu um þau málefni sem tengjast þessu æviskeiði og lífsgæði þeirra sem eru komnir á þann aldur.
Leikhús Svíþjóð Tengdar fréttir Fjallar um ást og dauða Nú er himneska sumarið komið er heiti nýs leikrits eftir Sigtrygg Magnason sem sýnt er í Dillonshúsi í Árbæjarsafni. Það gerist í nútímanum en er byggt á ástarsögu langafa og langömmu höfundarins. 14. apríl 2013 14:30 Séð og heyrt náði aldrei í hann Dagskrá helguð Geir Kristjánssyni, skáldi og þýðanda, verður flutt í MÍR-salnum á Hverfisgötu 105 á morgun, 1. mars, klukkan 16. Hún er í höndum Hjalta Rögnvaldssonar. 28. febrúar 2014 12:00 Heimkoman er hlaðin spennu Þjóðleikhúsið frumsýnir Heimkomuna eftir breska nóbelsverðlaunaskáldið Harold Pinter á laugardaginn. Ingvar E. Sigurðsson er þar í stóru hlutverki. 8. október 2015 13:30 Erfið úrvinnsla ástarinnar Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi. 16. apríl 2013 12:00 Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið „Ég vissi ég væri að ekki fara að skila honum“ Makamál Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Fjallar um ást og dauða Nú er himneska sumarið komið er heiti nýs leikrits eftir Sigtrygg Magnason sem sýnt er í Dillonshúsi í Árbæjarsafni. Það gerist í nútímanum en er byggt á ástarsögu langafa og langömmu höfundarins. 14. apríl 2013 14:30
Séð og heyrt náði aldrei í hann Dagskrá helguð Geir Kristjánssyni, skáldi og þýðanda, verður flutt í MÍR-salnum á Hverfisgötu 105 á morgun, 1. mars, klukkan 16. Hún er í höndum Hjalta Rögnvaldssonar. 28. febrúar 2014 12:00
Heimkoman er hlaðin spennu Þjóðleikhúsið frumsýnir Heimkomuna eftir breska nóbelsverðlaunaskáldið Harold Pinter á laugardaginn. Ingvar E. Sigurðsson er þar í stóru hlutverki. 8. október 2015 13:30
Erfið úrvinnsla ástarinnar Hjalti Rögnvaldsson og Svandís Þóra Einarsdóttir fara með aðalhlutverk í verkinu sem gerist á sveitabæ einum, norður í landi. 16. apríl 2013 12:00