Átján mánaða atvinnuleysi á enda hjá Villas-Boas Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2019 16:30 Luiz Felipe Scolari og Andre Villas-Boas hafa báðir farið víða á stjóraferlinum. Hér heilsast þeir sem þjálfarar tveggja kínverskra félaga. Getty/Yifan Ding Andre Villas-Boas er ekki lengur atvinnulaus því Portúgalinn var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri franska efstu deildar félagsins Olympique de Marseille. Villas-Boas hefur verið atvinnulaus frá því að hann hætti hjá kínverska félaginu Shanghai SIPG í nóvember 2017. Villas-Boas tekur við starfi Rudi Garcia sem hætti með Marseille fyrir tæpri viku síðan. Rudi Garcia var búinn að stýra Marseille frá 2016. Liðið endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni á nýloknu tímabili en hefur ekki unnið stóran titil í Frakklandi síðan liðið vann frönsku deildina vorið 2010. Liðið vann reyndar franska deildabikarinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012.Former Chelsea and Spurs boss Andre Villas-Boas has been appointed Marseille head coach. Full story: https://t.co/YQnWieSE3v#bbcfootballpic.twitter.com/qSzS6yOf0C — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Andre Villas-Boas er enn bara 41 árs gamall þrátt fyrir að hann hafi farið mjög víða á sínum stjóraferli. Hann stýrði fyrst liðum Académica og Porto í Portúgal en færði sig svo yfir til Englands. Villas-Boas var eitt tímabil hjá Chelsea (2011-12) og eitt og hálft tímabil hjá Tottenham (2012-13). Hann var rekinn frá báðum félögunum. Villas-Boas tók við liði Zenit Saint Petersburg í mars 2014 og undir hans stjórn varð liðið bæði rússneskur meistari (2015) og rússneskur bikarmeistari (2016). Villas-Boas tók síðan við kínverska félaginu Shanghai SIPG af Sven-Göran Eriksson en entist bara í rúmt ár. Hann var síðan atvinnulaus í átján mánuði.Bienvenue à notre nouvel entraîneur, André Villas-Boas #WelcomeAVB#OMnationpic.twitter.com/eOnS6WFGF6 — Olympique de Marseille (@OM_Officiel) May 28, 2019 Franski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
Andre Villas-Boas er ekki lengur atvinnulaus því Portúgalinn var í dag ráðinn sem knattspyrnustjóri franska efstu deildar félagsins Olympique de Marseille. Villas-Boas hefur verið atvinnulaus frá því að hann hætti hjá kínverska félaginu Shanghai SIPG í nóvember 2017. Villas-Boas tekur við starfi Rudi Garcia sem hætti með Marseille fyrir tæpri viku síðan. Rudi Garcia var búinn að stýra Marseille frá 2016. Liðið endaði í fimmta sæti í frönsku deildinni á nýloknu tímabili en hefur ekki unnið stóran titil í Frakklandi síðan liðið vann frönsku deildina vorið 2010. Liðið vann reyndar franska deildabikarinn þrjú ár í röð frá 2010 til 2012.Former Chelsea and Spurs boss Andre Villas-Boas has been appointed Marseille head coach. Full story: https://t.co/YQnWieSE3v#bbcfootballpic.twitter.com/qSzS6yOf0C — BBC Sport (@BBCSport) May 28, 2019Andre Villas-Boas er enn bara 41 árs gamall þrátt fyrir að hann hafi farið mjög víða á sínum stjóraferli. Hann stýrði fyrst liðum Académica og Porto í Portúgal en færði sig svo yfir til Englands. Villas-Boas var eitt tímabil hjá Chelsea (2011-12) og eitt og hálft tímabil hjá Tottenham (2012-13). Hann var rekinn frá báðum félögunum. Villas-Boas tók við liði Zenit Saint Petersburg í mars 2014 og undir hans stjórn varð liðið bæði rússneskur meistari (2015) og rússneskur bikarmeistari (2016). Villas-Boas tók síðan við kínverska félaginu Shanghai SIPG af Sven-Göran Eriksson en entist bara í rúmt ár. Hann var síðan atvinnulaus í átján mánuði.Bienvenue à notre nouvel entraîneur, André Villas-Boas #WelcomeAVB#OMnationpic.twitter.com/eOnS6WFGF6 — Olympique de Marseille (@OM_Officiel) May 28, 2019
Franski boltinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira