Tók til fótanna þegar hún heyrði hvellinn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. maí 2019 17:05 Auður Elín sem er búsett í Malmö brá þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í strætisvagni í hverfinu hennar. Aðsend Eldur kom upp í aftari hluta gasknúins strætisvagns í Västra-hamnen hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Auður Elín Sigurðardóttir, vörumerkja-og verslunarstjóri, var með dóttur sína í barnavagni á leiðinni að sækja son sinn á leikskólann þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í kyrrstæðum strætisvagni á óvanalegum stað. „Þá sé ég að strætó stoppar á skringilegum stað og aftast í strætisvagninum sé ég loga. Allt í einu kemur rosalega mikill reykur og ég sé að ökumaðurinn drífur sig út. Eldurinn breiðist síðan rosalega hratt út og verður mikill eldur.“ Sem betur fór var vagnstjórinn einn um borð í strætisvagninum þegar eldurinn kviknaði og því sakaði engan. Auður Elín var á meðal fyrstu á vettvang en skömmu síðar mættu slökkviliðsmenn. Auður Elín kom barnavagninum í skjól og hóf strax að mynda eldsvoðann en leist síðan ekki á blikuna þegar skyndilega heyrðist hávær hvellur. „Mér brá í raun og veru. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara pínulítill eldur og bjóst ekki við einhverju miklu en síðan gerðist þetta allt í einu mjög hratt. Mér brá rosalega mikið þegar sprengingin kom þegar ég var að taka myndbandið. Þá bara tók ég vagninn og hljóp í burtu.“ Aðspurð segir Auður Elín að eldsupptök séu ókunn en bætir við að svipað atvik hafi átt sér stað í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verið sé að vinna í því að rannsaka vettvang. Auður Elín segir að strætisvagninn hafi orðið alelda og gjöreyðilagst í eldsvoðanum. Svíþjóð Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Eldur kom upp í aftari hluta gasknúins strætisvagns í Västra-hamnen hverfinu í Malmö í Svíþjóð um klukkan hálf tvö að staðartíma í dag. Auður Elín Sigurðardóttir, vörumerkja-og verslunarstjóri, var með dóttur sína í barnavagni á leiðinni að sækja son sinn á leikskólann þegar hún varð vitni að því þegar eldur kom upp í kyrrstæðum strætisvagni á óvanalegum stað. „Þá sé ég að strætó stoppar á skringilegum stað og aftast í strætisvagninum sé ég loga. Allt í einu kemur rosalega mikill reykur og ég sé að ökumaðurinn drífur sig út. Eldurinn breiðist síðan rosalega hratt út og verður mikill eldur.“ Sem betur fór var vagnstjórinn einn um borð í strætisvagninum þegar eldurinn kviknaði og því sakaði engan. Auður Elín var á meðal fyrstu á vettvang en skömmu síðar mættu slökkviliðsmenn. Auður Elín kom barnavagninum í skjól og hóf strax að mynda eldsvoðann en leist síðan ekki á blikuna þegar skyndilega heyrðist hávær hvellur. „Mér brá í raun og veru. Ég hélt fyrst að þetta yrði bara pínulítill eldur og bjóst ekki við einhverju miklu en síðan gerðist þetta allt í einu mjög hratt. Mér brá rosalega mikið þegar sprengingin kom þegar ég var að taka myndbandið. Þá bara tók ég vagninn og hljóp í burtu.“ Aðspurð segir Auður Elín að eldsupptök séu ókunn en bætir við að svipað atvik hafi átt sér stað í Stokkhólmi fyrir skömmu. Verið sé að vinna í því að rannsaka vettvang. Auður Elín segir að strætisvagninn hafi orðið alelda og gjöreyðilagst í eldsvoðanum.
Svíþjóð Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent