Við ráðum vel við þetta Björn Berg Gunnarsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Vaxtalækkun Seðlabankans á dögunum var almennt fagnað og vel tekið. Ein helsta ástæða lækkunarinnar eru umtalsvert verri horfur í efnahagslífinu með tilheyrandi atvinnuleysi, samdrætti og veikingu krónunnar. Lægri vextir munu milda höggið en við ættum að fara okkur hægt í fagnaðarlátunum við þessar aðstæður. Í nýjustu hagspá Seðlabanka Íslands er gert ráð fyrir að hagkerfið dragist saman um 0,4% á árinu og vegur þar þyngst umtalsverð fækkun ferðamanna og loðnubrestur. En góðu fréttirnar eru að við eigum fyrir þessu öllu saman. Með belti og axlabönd Eftir 7 ára samfellt hagvaxtarskeið er ákaflega ánægjulegt að því ljúki, um sinn, án nokkurrar teljandi þynnku. Vöxturinn hefur ekki verið tekinn að láni, ekki hefur verið gengið með ósjálfbærum hætti á auðlindir og hér eru allar aðstæður til að hagvöxtur verði aftur ásættanlegur strax á næsta ári. Heimili, fyrirtæki og sveitarfélög hafa haldið að sér höndum í skuldsetningu, sparnaður aukist og Seðlabankinn er barmafullur af gjaldeyri. Þar að auki eigum við umtalsverðar eignir umfram skuldir erlendis. Við höfum því heilmikið svigrúm fyrir einstaka magurt ár. Í fyrrasumar voru heimili og fyrirtæki þegar farin að undirbúa sig fyrir mögulegt bakslag. Hratt dró úr vexti einkaneyslu og fjárfestingaráformum. Þessu ber að fagna, jafnvel af enn meiri innlifun en 0,5 prósentustiga vaxtalækkun, enda merki um að við sýnum talsvert meiri ráðdeild en oft áður. En hvað ætlum við að gera þegar hjól atvinnulífsins spóla aftur af stað? Vöðum við fram úr okkur með skuldsetningu og óhóflegum launahækkunum og fylgir nýr seðlabankastjóri og peningastefnunefnd á harðaspretti með ítrekuðum vaxtahækkunum og allt springur í loft upp? Undanfarinn áratugur gefur í það minnsta ástæðu til nokkurrar bjartsýni varðandi hluta þessara þátta. Það skyldi þó aldrei verða að hófsemi og skynsemi verði hér allsráðandi á nýju hagvaxtarskeiði, með lágum vöxtum öllum til heilla?
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun