Opnar sýninguna Mjúkberg í Ekkisens galleríi í kvöld. Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. maí 2019 06:30 Sara mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri í sumar. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 en hún tók fornám á undan í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún opnar sína sjöttu einkasýningu, Mjúkberg, í Ekkisens galleríi í kvöld. „Eftir útskrift ákvað ég að fara til Berlínar í starfsnám hjá myndlistarmanninum Markus Zimmermann. Ég var í starfsnámi hjá honum í átta mánuði. Hann trúði lítið á stigveldi eða stigskiptingu og vildi ekki segja mér til verka og varð þá starfsnámið að meiri samvinnu og listrænu samtali.“ Eftir dvölina hafði Sara kynnst borginni vel og myndað sterk tengsl við hana. „Þess vegna ákvað ég að setjast að í Berlín, en ég kem reglulega til Íslands og vil rækta samband mitt við samfélagið hér og fjölskylduna. Í sumar verð ég á Íslandi í fjóra mánuði og mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri. Ég hlakka mikið til þess og það er alveg frábært að byrja þetta tímabil á einkasýningu í miðbæ Reykjavíkur áður en ég fer á fjöll.“ Galleríið Ekkisens er rekið af Freyju Eilíf myndlistarkonu og er í kjallara hússins þar sem amma hennar býr. „Gólfið í rýminu var kveikjan að sýningunni. Svona gólf eru mjög algeng í eldri húsum á Íslandi og hluti þess er alveg eins og hjá ömmu minni og afa. Mynstraða gólfið tengdi ég við stórkornóttar bergtegundir og er endurunninn svampur með áþekka áferð. Ég hef unnið mikið með svamp í öðrum verkum mínum.“ Þannig fór af stað ferli þar sem Sara leyfði efniviðnum, sem sagt endurunna svampinum, að leiða hana áfram. „Ég ákvað að kalla seríuna Soft Rock Assemblage, eða Mjúkberg. Ég ímyndaði mér að þetta væri eins konar framtíðar bergtegund sem ég væri að vinna með. Í framtíð þar sem náttúrufyrirbæri væru orðin að hluta til „synthetísk“ og innihéldu leifar af manngerðum efnum.“ Sýningin er opnuð klukkan 17.00 í dag og er í Ekkisens galleríi, Bergstaðastræti 25b, og verður opin klukkan 15-18, laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júní. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira
Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 en hún tók fornám á undan í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Hún opnar sína sjöttu einkasýningu, Mjúkberg, í Ekkisens galleríi í kvöld. „Eftir útskrift ákvað ég að fara til Berlínar í starfsnám hjá myndlistarmanninum Markus Zimmermann. Ég var í starfsnámi hjá honum í átta mánuði. Hann trúði lítið á stigveldi eða stigskiptingu og vildi ekki segja mér til verka og varð þá starfsnámið að meiri samvinnu og listrænu samtali.“ Eftir dvölina hafði Sara kynnst borginni vel og myndað sterk tengsl við hana. „Þess vegna ákvað ég að setjast að í Berlín, en ég kem reglulega til Íslands og vil rækta samband mitt við samfélagið hér og fjölskylduna. Í sumar verð ég á Íslandi í fjóra mánuði og mun starfa sem landvörður í Jökulsárgljúfri. Ég hlakka mikið til þess og það er alveg frábært að byrja þetta tímabil á einkasýningu í miðbæ Reykjavíkur áður en ég fer á fjöll.“ Galleríið Ekkisens er rekið af Freyju Eilíf myndlistarkonu og er í kjallara hússins þar sem amma hennar býr. „Gólfið í rýminu var kveikjan að sýningunni. Svona gólf eru mjög algeng í eldri húsum á Íslandi og hluti þess er alveg eins og hjá ömmu minni og afa. Mynstraða gólfið tengdi ég við stórkornóttar bergtegundir og er endurunninn svampur með áþekka áferð. Ég hef unnið mikið með svamp í öðrum verkum mínum.“ Þannig fór af stað ferli þar sem Sara leyfði efniviðnum, sem sagt endurunna svampinum, að leiða hana áfram. „Ég ákvað að kalla seríuna Soft Rock Assemblage, eða Mjúkberg. Ég ímyndaði mér að þetta væri eins konar framtíðar bergtegund sem ég væri að vinna með. Í framtíð þar sem náttúrufyrirbæri væru orðin að hluta til „synthetísk“ og innihéldu leifar af manngerðum efnum.“ Sýningin er opnuð klukkan 17.00 í dag og er í Ekkisens galleríi, Bergstaðastræti 25b, og verður opin klukkan 15-18, laugardaga og sunnudaga, fyrstu þrjár helgarnar í júní.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið Ungir „gúnar“ í essinu sínu Tíska og hönnun Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Kim féll Lífið Fleiri fréttir Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Sjá meira