Segja frá því hvernig vinsælustu popplög þjóðarinnar urðu til Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 29. maí 2019 06:00 Dægurlagafélagið kemur fram í Skyrgerðinni í Hveragerði í kvöld. Dægurlagafélagið er hópur karlmanna sem eiga það sameiginlegt að tengjast sveitaballasenunni og Suðurlandinu sterkum böndum. Þeir tóku sig til og stofnuðu Dægurlagafélagið, en undir því nafni koma þeir fram og spila sín þekktustu lög og ásamt því að segja sögurnar á bak við tilurð þeirra. Tenging við Suðurlandið Hópurinn samanstendur af þeim Heimi Eyvindarsyni úr Á móti Sól, Ingólfi „Veðurguð“ Þórarinssyni, Hreimi Erni Heimissyni, forsprakka Lands og sona, og Einari Bárðarsyni dægurlagahöfundi. Þeir standa nú fyrir nokkrum viðburðum næstu misseri, en í kvöld koma þeir fram í Skyrgerðinni í Hveragerði. Kvöldskemmtunina hafa þeir nefnt Saga til næsta bæjar en hún er blanda af uppistandi og tónlistarflutningi. Lögin flytja þeir í órafmögnuðum útgáfum en þeirra á meðal má nefna lög á borð við Vöðvastæltur, Dreymir, Farin, Spenntur, Djöfull er ég flottur, Bahama, Gestalistinn og Lífið er yndislegt. „Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum svona kvöld. Við höfum hingað til aðallega verið á Selfossi enda allir með tengingu þangað. Þetta er með svolítið ólíku sniði en hefðbundnir tónleikar, við í raun tölum meira en við spilum. Stundum tökum við bara brot úr lögunum,“ segir Ingó galvaskur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Lögin stundum um fólk í salnum Ingó segir sögurnar í bak við lögin vera í forgrunni. „Öll þessi lög eiga það sameiginlegt að eiga sér einhverja ákveðna og skrýtna sögu. Einar Bárðar kom upphaflega með hugmyndina um að halda skemmtun með þessu sniði. Fyrst var smá svona Selfossþema en svo vatt þetta aðeins upp á sig og er í raun enn þá að vinda upp á sig.“ Lögin eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk dægurlög sem vinsælt hefur verið í gegnum tíðina að spila í partíum. „Lögin hafa sum meira að segja mörg orðið til eða verið byggð á sögum úr partíum hérna á Suðurlandi. Þess vegna eru hreinlega stundum gestir í salnum hjá okkur sem tengjast beint gerð lagsins, voru kannski með okkur í FSu á sínum tíma,“ segir Ingó. Gestalistinn saminn á Hellisheiði Ingó segir furðulega sögu á bak við flest hans lög. En hvernig kom lagið Gestalistinn til? „Þetta var á þeim tíma sem ég var bara búinn að gefa út Bahama. Það var náttúrulega spilað mikið og allir orðnir frekar leiðir á því. Svo vorum við að mæta í útvarpsviðtal hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni til að spila lagið í svona fjórtánda sinn, staddir á miðri Hellisheiðinni þegar ég ákveð að við yrðum bara semja lag á leiðinni í viðtalið.“ Hann segir að kjölfarið hafi mikið verið beðið um lagið á tónleikum. „Æ, þetta var smá svona brandari okkar á milli, fólk var líka mikið að biðja um fara á gestalistann hjá manni og þá spannst lagið út frá því. Ég sagði að ég myndi einfaldlega syngja hverjir væru á listanum, fólk gæti þá bara hlustað á lagið til að vita hvort það væri í boði. En þetta var meira í gríni auðvitað en alvöru,“ segir Ingó hlæjandi. Hemmi Gunn vildi á listann Aðspurður hvort einhverjum hafi sárnað eða að vera nefndur í laginu segir Ingó svo ekki vera. „Það var miklu frekar að fólk væri ósátt við að vera ekki nefnt í laginu. Hemmi Gunn heitinn var ekki par sáttur við að hafa ekki verið á listanum, en hann var mikill stuðningsmaður okkar fyrstu árin. Þannig að hann var frekar svekktur yfir að vera ekki á listanum.“ Ingó segir líkur leiða að því að uppfærsla á laginu sé á næsta leiti. „Pælingin er að hafa alltaf uppfærslu á tíu ára fresti. Þá er öllum nöfnunum breytt nema kannski einu eða tveimur. Það væru þá hinir sönnu heiðursgestir. Þannig að stefnan er að gera þetta á áratugar fresti næstu sjötíu árin.“ Hann segir í gamansömum tón að á næsta lista verði líka tekin ýmis málefni úr samfélaginu svo fólk skal betur passa sig. „Þeir sem hafa eða munu klúðra illa á næstunni geta vel átt von á því að lenda á næsta lista,“ bætir Ingó við að lokum. Skemmtunin hefst klukkan 20.00 í Skyrgerðinni, Breiðumörk 25 í Hveragerði. Dægurlagafélagið heldur svo aðra skemmtun 7. júní næstkomandi í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Miðar á hana fást á miði.is. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Dægurlagafélagið er hópur karlmanna sem eiga það sameiginlegt að tengjast sveitaballasenunni og Suðurlandinu sterkum böndum. Þeir tóku sig til og stofnuðu Dægurlagafélagið, en undir því nafni koma þeir fram og spila sín þekktustu lög og ásamt því að segja sögurnar á bak við tilurð þeirra. Tenging við Suðurlandið Hópurinn samanstendur af þeim Heimi Eyvindarsyni úr Á móti Sól, Ingólfi „Veðurguð“ Þórarinssyni, Hreimi Erni Heimissyni, forsprakka Lands og sona, og Einari Bárðarsyni dægurlagahöfundi. Þeir standa nú fyrir nokkrum viðburðum næstu misseri, en í kvöld koma þeir fram í Skyrgerðinni í Hveragerði. Kvöldskemmtunina hafa þeir nefnt Saga til næsta bæjar en hún er blanda af uppistandi og tónlistarflutningi. Lögin flytja þeir í órafmögnuðum útgáfum en þeirra á meðal má nefna lög á borð við Vöðvastæltur, Dreymir, Farin, Spenntur, Djöfull er ég flottur, Bahama, Gestalistinn og Lífið er yndislegt. „Þetta er í þriðja skiptið sem við höldum svona kvöld. Við höfum hingað til aðallega verið á Selfossi enda allir með tengingu þangað. Þetta er með svolítið ólíku sniði en hefðbundnir tónleikar, við í raun tölum meira en við spilum. Stundum tökum við bara brot úr lögunum,“ segir Ingó galvaskur þegar Fréttablaðið náði tali af honum. Lögin stundum um fólk í salnum Ingó segir sögurnar í bak við lögin vera í forgrunni. „Öll þessi lög eiga það sameiginlegt að eiga sér einhverja ákveðna og skrýtna sögu. Einar Bárðar kom upphaflega með hugmyndina um að halda skemmtun með þessu sniði. Fyrst var smá svona Selfossþema en svo vatt þetta aðeins upp á sig og er í raun enn þá að vinda upp á sig.“ Lögin eiga það öll sameiginlegt að vera íslensk dægurlög sem vinsælt hefur verið í gegnum tíðina að spila í partíum. „Lögin hafa sum meira að segja mörg orðið til eða verið byggð á sögum úr partíum hérna á Suðurlandi. Þess vegna eru hreinlega stundum gestir í salnum hjá okkur sem tengjast beint gerð lagsins, voru kannski með okkur í FSu á sínum tíma,“ segir Ingó. Gestalistinn saminn á Hellisheiði Ingó segir furðulega sögu á bak við flest hans lög. En hvernig kom lagið Gestalistinn til? „Þetta var á þeim tíma sem ég var bara búinn að gefa út Bahama. Það var náttúrulega spilað mikið og allir orðnir frekar leiðir á því. Svo vorum við að mæta í útvarpsviðtal hjá Ívari Guðmunds á Bylgjunni til að spila lagið í svona fjórtánda sinn, staddir á miðri Hellisheiðinni þegar ég ákveð að við yrðum bara semja lag á leiðinni í viðtalið.“ Hann segir að kjölfarið hafi mikið verið beðið um lagið á tónleikum. „Æ, þetta var smá svona brandari okkar á milli, fólk var líka mikið að biðja um fara á gestalistann hjá manni og þá spannst lagið út frá því. Ég sagði að ég myndi einfaldlega syngja hverjir væru á listanum, fólk gæti þá bara hlustað á lagið til að vita hvort það væri í boði. En þetta var meira í gríni auðvitað en alvöru,“ segir Ingó hlæjandi. Hemmi Gunn vildi á listann Aðspurður hvort einhverjum hafi sárnað eða að vera nefndur í laginu segir Ingó svo ekki vera. „Það var miklu frekar að fólk væri ósátt við að vera ekki nefnt í laginu. Hemmi Gunn heitinn var ekki par sáttur við að hafa ekki verið á listanum, en hann var mikill stuðningsmaður okkar fyrstu árin. Þannig að hann var frekar svekktur yfir að vera ekki á listanum.“ Ingó segir líkur leiða að því að uppfærsla á laginu sé á næsta leiti. „Pælingin er að hafa alltaf uppfærslu á tíu ára fresti. Þá er öllum nöfnunum breytt nema kannski einu eða tveimur. Það væru þá hinir sönnu heiðursgestir. Þannig að stefnan er að gera þetta á áratugar fresti næstu sjötíu árin.“ Hann segir í gamansömum tón að á næsta lista verði líka tekin ýmis málefni úr samfélaginu svo fólk skal betur passa sig. „Þeir sem hafa eða munu klúðra illa á næstunni geta vel átt von á því að lenda á næsta lista,“ bætir Ingó við að lokum. Skemmtunin hefst klukkan 20.00 í Skyrgerðinni, Breiðumörk 25 í Hveragerði. Dægurlagafélagið heldur svo aðra skemmtun 7. júní næstkomandi í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi. Miðar á hana fást á miði.is.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira