Leikari úr Guðföðurnum er látinn Atli Ísleifsson skrifar 29. maí 2019 20:36 Carmine Caridi. Getty Bandaríski leikarinn Carmine Caridi er látinn, 85 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í síðustu tveimur myndunum í þríleiknum um Guðföðurinn. Í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu leikarans kemur fram að Caridi hafi andast á Cedars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Caridi birtist fyrst Guðföðurnum II árið 1974 þar sem hann fór með hlutverk Carmine Rosato. Hann fór svo með hlutverk Albert Volpe í Guðföðurnum III árið 1990. Leiklistarferill Caridi spannaði sex áratugi og fór hann meðal annars með hlutverk í myndunum Crazy Joe og The Gambler áður en hann hreppti hlutverkið í Guðföðurnum, mynd Francis Ford Coppola. Í seinni tíð fór hann með hlutverk glæponsins Frank Costello í myndinni Bugsy frá árinu 1991 og birtist með Chuck Norris í myndinni Top Dog árið 1995. Árið 2004 varð Caridi fyrstur til að verða rekinn úr Akademíunni svokölluðu, sem stendur fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna, eftir að upp komst að hann hafði deilt upptökum sem meðlimir Akademíunnar fengu í hendur. Andlát Bandaríkin Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Bandaríski leikarinn Carmine Caridi er látinn, 85 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa farið með hlutverk í síðustu tveimur myndunum í þríleiknum um Guðföðurinn. Í yfirlýsingu frá umboðsskrifstofu leikarans kemur fram að Caridi hafi andast á Cedars Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. Caridi birtist fyrst Guðföðurnum II árið 1974 þar sem hann fór með hlutverk Carmine Rosato. Hann fór svo með hlutverk Albert Volpe í Guðföðurnum III árið 1990. Leiklistarferill Caridi spannaði sex áratugi og fór hann meðal annars með hlutverk í myndunum Crazy Joe og The Gambler áður en hann hreppti hlutverkið í Guðföðurnum, mynd Francis Ford Coppola. Í seinni tíð fór hann með hlutverk glæponsins Frank Costello í myndinni Bugsy frá árinu 1991 og birtist með Chuck Norris í myndinni Top Dog árið 1995. Árið 2004 varð Caridi fyrstur til að verða rekinn úr Akademíunni svokölluðu, sem stendur fyrir afhendingu Óskarsverðlaunanna, eftir að upp komst að hann hafði deilt upptökum sem meðlimir Akademíunnar fengu í hendur.
Andlát Bandaríkin Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein