Hrífandi, spennandi og heillandi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 11. maí 2019 10:00 Söngkonan Diddú. Fréttablaðið/Stefán Rússneski kvartettinn Terem, Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 16. Diddú hittir þar fyrir að nýju Teremkvartettinn, sem hún hefur áður starfað með. „Fyrir rúmum áratug stóð Kópavogsbær fyrir Rússneskum dögum og félagarnir í Terem komu fram, sem fulltrúar síns lands, en þeir eru heiðurslistamenn Rússlands og ótrúlega færir listamenn. Ég var kynnt fyrir þeim og við féllum saman eins og flís við rass, sem leiddi til farsæls samstarfs,“ segir Diddú. „Skömmu síðar buðu þeir mér til Pétursborgar, þar sem við tókum upp disk árið 2008, sem innihélt íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og fleira fínerí. Þeir urðu alveg hugfangnir af íslenskum sönglögum, sérstaklega lögum Sigfúsar Halldórssonar. Síðar héldum við tónleika í Fílharmoníunni í Pétursborg og Jónas Ingimundarson kom þar líka við sögu. Svo var mér boðið að syngja með þeim í Moskvuþar sem þeir héldu risatónleika í stórri höll í Kreml, sem Khrústsjov lét reisa fyrir flokksfundi sína. Tónleikarnir voru sendir beint út í sjónvarpi um allt Rússland.“Tónlist í stað vopnaskaks Teremkvartettinn leikur á þjóðleg rússnesk hljóðfæri, domrur, balalæku og bayan-harmonikku. „Þeir eru gríðarlega vinsælir í heimalandinu og ferðast líka vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Sem ungir strákar kynntust þeir í tónlistarnámi í Pétursborg, en þurftu svo að sinna herskyldu á ákveðnum aldri. En í stað vopnaskaks héldu þeir uppi andans styrk með hljóðfæraleik. Þar fundu þeir sterkan samhljóm, sem leiddi þá til frekara samstarfs. Terem þýðir í raun stórt fallegt hús. Þeir telja að með samspili sínu skapi þeir eitthvað fagurt undir sama þaki. Svo opna þeir dyrnar fyrir gestum eins og mér og taka þeim fagnandi. Það sem einkennir þá er að þeir spila mjög fjölbreytta heimstónlist, hvort heldur það er klassík, djass eða popp. Þeir útsetja allt samofið rússneskum blæ. Tónlistin í meðförum þeirra er alltaf hrífandi, spennandi og heillandi. Maður fer í einhvern trans við að hlýða á þá leika. Þeir eru alveg magnaðir.“Kannski Eurovison Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ítölsk og rússnesk líka. „Ég gæti trúað að þeir brydduðu upp á einhverju óvæntu. Þeir luma kannski á Eurovison-syrpu. Það væri eftir þeim,“ segir Diddú. „Ólafur Kjartan syngur með þeim í fyrsta sinn og ég er sannfærð um að þeir eiga eftir að umfaðma hann. Skemmtilegheitin eru aldrei langt undan, tónleikar þeirra er alltaf svolítið teater.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Rússneski kvartettinn Terem, Diddú og Ólafur Kjartan Sigurðarson halda stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu, á morgun, sunnudaginn 12. maí, kl. 16. Diddú hittir þar fyrir að nýju Teremkvartettinn, sem hún hefur áður starfað með. „Fyrir rúmum áratug stóð Kópavogsbær fyrir Rússneskum dögum og félagarnir í Terem komu fram, sem fulltrúar síns lands, en þeir eru heiðurslistamenn Rússlands og ótrúlega færir listamenn. Ég var kynnt fyrir þeim og við féllum saman eins og flís við rass, sem leiddi til farsæls samstarfs,“ segir Diddú. „Skömmu síðar buðu þeir mér til Pétursborgar, þar sem við tókum upp disk árið 2008, sem innihélt íslensk sönglög, rússnesk þjóðlög og fleira fínerí. Þeir urðu alveg hugfangnir af íslenskum sönglögum, sérstaklega lögum Sigfúsar Halldórssonar. Síðar héldum við tónleika í Fílharmoníunni í Pétursborg og Jónas Ingimundarson kom þar líka við sögu. Svo var mér boðið að syngja með þeim í Moskvuþar sem þeir héldu risatónleika í stórri höll í Kreml, sem Khrústsjov lét reisa fyrir flokksfundi sína. Tónleikarnir voru sendir beint út í sjónvarpi um allt Rússland.“Tónlist í stað vopnaskaks Teremkvartettinn leikur á þjóðleg rússnesk hljóðfæri, domrur, balalæku og bayan-harmonikku. „Þeir eru gríðarlega vinsælir í heimalandinu og ferðast líka vítt og breitt um heiminn til að boða fagnaðarerindið. Sem ungir strákar kynntust þeir í tónlistarnámi í Pétursborg, en þurftu svo að sinna herskyldu á ákveðnum aldri. En í stað vopnaskaks héldu þeir uppi andans styrk með hljóðfæraleik. Þar fundu þeir sterkan samhljóm, sem leiddi þá til frekara samstarfs. Terem þýðir í raun stórt fallegt hús. Þeir telja að með samspili sínu skapi þeir eitthvað fagurt undir sama þaki. Svo opna þeir dyrnar fyrir gestum eins og mér og taka þeim fagnandi. Það sem einkennir þá er að þeir spila mjög fjölbreytta heimstónlist, hvort heldur það er klassík, djass eða popp. Þeir útsetja allt samofið rússneskum blæ. Tónlistin í meðförum þeirra er alltaf hrífandi, spennandi og heillandi. Maður fer í einhvern trans við að hlýða á þá leika. Þeir eru alveg magnaðir.“Kannski Eurovison Á efnisskránni verða íslensk sönglög, ítölsk og rússnesk líka. „Ég gæti trúað að þeir brydduðu upp á einhverju óvæntu. Þeir luma kannski á Eurovison-syrpu. Það væri eftir þeim,“ segir Diddú. „Ólafur Kjartan syngur með þeim í fyrsta sinn og ég er sannfærð um að þeir eiga eftir að umfaðma hann. Skemmtilegheitin eru aldrei langt undan, tónleikar þeirra er alltaf svolítið teater.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira