Enn einn dagurinn á skrifstofunni Jónas Sen skrifar 11. maí 2019 10:00 Lugansky spilaði konsertinn eins og hann hefði gert það aðeins of oft. Verk eftir Grieg, Verdi og Prokofjev Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 9. maí Einleikari: Nikolai Lugansky Stjórnandi: Eivind Aadland Stjörnur: 3 1/2 Á YouTube er upptaka af ungum trúleysingja sem les Biblíuna í hæðnisróm. Hugmyndin er fyndin, en sjálf upptakan veldur vonbrigðum. Trúleysinginn ýkir svo háðið í röddinni að það missir marks. Kanadíski píanóleikarinn Glenn Gould mun líka einhverju sinni hafa spilað píanókonsertinn eftir Grieg í hæðnistón, dregið óþarflega mikið fram tiltekna rómantíska takta verksins, svo úr varð einhvers skonar skrumskæling. Hann þoldi ekki Grieg og lét það svona í ljós. Það var annar tónn í túlkun rússneska píanóleikarans Nikolai Lugansky, sem lék þennan konsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Var það geispi? Konsertinn var vissulega pottþéttur tæknilega séð, alls konar heljarstökk eftir hljómborðinu voru glæsileg; hröð tónahlaup lýtalaus. En það var ekki nóg. Lugansky spilaði konsertinn eins og hann hefði gert það aðeins of oft. Ákafann og ástríðuna vantaði í túlkunina. Útkoman var ekki spennandi, þetta var bara enn einn dagurinn á skrifstofunni.Útþvældur konsert Lugansky er svo sem vorkunn. Konsertinn eftir Grieg er eitthvert útþvældasta verk tónbókmenntanna. Hann er fórnarlamb eigin vinsælda. Píanóleikarinn er kannski orðinn hundleiður á honum. Nei, þá var nú meira varið í aukalagið. Það var prelúdía op. 23 nr. 7 eftir Rakhmanínov. Hún er mikill fingurbrjótur og þrungin ólgandi tilfinningum. Hér var enginn leiði, Lugansky spilaði af áfergju og ofsa, fyrir bragðið hljómaði tónlistin akkúrat eins og hún átti að vera. Tvær aðrar tónsmíðar voru á dagskránni. Önnur þeirra var forleikurinn að óperunni Vald örlaganna eftir Verdi, sem hljómsveitin spilaði ákaflega vel undir nákvæmri og kröftugri stjórn Eivinds Aadland. Hver einasti hljóðfærahópur hljómaði prýðilega og heildaráferðin var snörp og litrík.Skuggalegt og ógnandi Sömu sögu er að segja um átta þætti úr ballettinum Rómeó og Júlíu eftir Prokofjev. Þetta er stórbrotin tónlist, upphafskaflinn rataði meira að segja í bíómynd um hinn geðsjúka og morðóða rómverska keisara, Caligula. Það var fyllilega við hæfi, því tónninn í verkinu er skuggalegur og ógnandi. Ballettinn er eitt vinsælasta verk tónskáldsins og skyldi engan undra, laglínurnar eru grípandi, hrynjandin lokkandi, framvindan ætíð áhugaverð. Sinfóníuhljómsveitin spilaði ágætlega ef undanskildir eru nokkrir neyðarlega falskir horntónar. Aadland stjórnaði styrkri hendi, hann mótaði túlkunina af fagmennsku, dró fram fíngerð blæbrigði af nostursemi og allar meginlínur voru skýrt mótaðar. Útkoman olli ekki vonbrigðum. Jónas SenNiðurstaða: Píanókonsertinn eftir Grieg var aðeins of rútíneraður en Verdi, Rakhmanínov og Prokofjev voru skemmtilegir. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira
Verk eftir Grieg, Verdi og Prokofjev Eldborg í Hörpu Fimmtudaginn 9. maí Einleikari: Nikolai Lugansky Stjórnandi: Eivind Aadland Stjörnur: 3 1/2 Á YouTube er upptaka af ungum trúleysingja sem les Biblíuna í hæðnisróm. Hugmyndin er fyndin, en sjálf upptakan veldur vonbrigðum. Trúleysinginn ýkir svo háðið í röddinni að það missir marks. Kanadíski píanóleikarinn Glenn Gould mun líka einhverju sinni hafa spilað píanókonsertinn eftir Grieg í hæðnistón, dregið óþarflega mikið fram tiltekna rómantíska takta verksins, svo úr varð einhvers skonar skrumskæling. Hann þoldi ekki Grieg og lét það svona í ljós. Það var annar tónn í túlkun rússneska píanóleikarans Nikolai Lugansky, sem lék þennan konsert með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu á fimmtudagskvöldið. Var það geispi? Konsertinn var vissulega pottþéttur tæknilega séð, alls konar heljarstökk eftir hljómborðinu voru glæsileg; hröð tónahlaup lýtalaus. En það var ekki nóg. Lugansky spilaði konsertinn eins og hann hefði gert það aðeins of oft. Ákafann og ástríðuna vantaði í túlkunina. Útkoman var ekki spennandi, þetta var bara enn einn dagurinn á skrifstofunni.Útþvældur konsert Lugansky er svo sem vorkunn. Konsertinn eftir Grieg er eitthvert útþvældasta verk tónbókmenntanna. Hann er fórnarlamb eigin vinsælda. Píanóleikarinn er kannski orðinn hundleiður á honum. Nei, þá var nú meira varið í aukalagið. Það var prelúdía op. 23 nr. 7 eftir Rakhmanínov. Hún er mikill fingurbrjótur og þrungin ólgandi tilfinningum. Hér var enginn leiði, Lugansky spilaði af áfergju og ofsa, fyrir bragðið hljómaði tónlistin akkúrat eins og hún átti að vera. Tvær aðrar tónsmíðar voru á dagskránni. Önnur þeirra var forleikurinn að óperunni Vald örlaganna eftir Verdi, sem hljómsveitin spilaði ákaflega vel undir nákvæmri og kröftugri stjórn Eivinds Aadland. Hver einasti hljóðfærahópur hljómaði prýðilega og heildaráferðin var snörp og litrík.Skuggalegt og ógnandi Sömu sögu er að segja um átta þætti úr ballettinum Rómeó og Júlíu eftir Prokofjev. Þetta er stórbrotin tónlist, upphafskaflinn rataði meira að segja í bíómynd um hinn geðsjúka og morðóða rómverska keisara, Caligula. Það var fyllilega við hæfi, því tónninn í verkinu er skuggalegur og ógnandi. Ballettinn er eitt vinsælasta verk tónskáldsins og skyldi engan undra, laglínurnar eru grípandi, hrynjandin lokkandi, framvindan ætíð áhugaverð. Sinfóníuhljómsveitin spilaði ágætlega ef undanskildir eru nokkrir neyðarlega falskir horntónar. Aadland stjórnaði styrkri hendi, hann mótaði túlkunina af fagmennsku, dró fram fíngerð blæbrigði af nostursemi og allar meginlínur voru skýrt mótaðar. Útkoman olli ekki vonbrigðum. Jónas SenNiðurstaða: Píanókonsertinn eftir Grieg var aðeins of rútíneraður en Verdi, Rakhmanínov og Prokofjev voru skemmtilegir.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fleiri fréttir Gamli er (ekki) alveg með'etta Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Sjá meira