Jessica Andrade skellti Rose Namajunas á hausinn og tryggði sér titilinn Pétur Marinó Jónsson skrifar 12. maí 2019 06:08 Andrade skellir Namajunas á hausinn. Vísir/Getty UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
UFC 237 fór fram í nótt þar sem þær Rose Namajunas og Jessica Andrade mættust í aðalbardaga kvöldsins. Endirinn var óvæntur en Andrade er nýr strávigtarmeistari UFC. 115 punda strávigtartitill UFC var í húfi í aðalbardaga kvöldsins á UFC 237 í nótt. Meistarinn Rose Namajunas ferðaðist alla leið til Brasilíu til að mæta áskorandanum Jessicu Andrade. Namajunas byrjaði bardagann ákaflega vel og var ekki lengi að blóðga Andrade með hárbeittum höggum. Hin brasilíska Andade elti Namajunas með villtum höggum en Namajunas var mjög hreyfanleg og kom sér undan villtri pressu áskorandans. Fyrsta lota var mjög skemmtileg og önnur lotan lítið síðri. Andrade nálgaðist Namajunas þegar leið á bardagann og tókst að hægja á Namajunas með lágspörkum. Í 2. lotu náði Andrade góðu taki á Namajunas upp við búrið, lyfti henni hátt í loftið og skellti henni í gólfið með þeim afleiðingum að Namajunas rotaðist! Ótrúlegur endir á skemmtilegum bardaga. Jessica Andrade er því nýr strávigtarmeistari kvenna en framhald Namajunas er óljóst. Namajunas talaði um það eftir bardagann að þetta gæti hafa verið síðasti bardagi hennar á ferlinum en vildi ekki taka neinar stórar ákvarðanir á þessari stundu. Namajunas segir að áhugi hennar á MMA fari dvínandi og að hún sé þreytt á pressunni. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Anderson Silva og Jared Cannonier. Í lok 1. lotu meiddist Silva á hnénu eftir spark frá Cannonier og var sárþjáður. Silva gekk sjálfur úr búrinu og er óvíst hvers konar meiðsli var um að ræða en Silva var þó ekki fluttur upp á spítala eftir bardagann. Alexander Volkanovski tryggði sér sennilega titilbardaga með sigri á Jose Aldo. Bardaginn var taktískur og vann Volkanovski eftir dómaraákvörðun. Jose Aldo virtist aldrei detta í gang og vann Volkanovski allar loturnar þó hvorugur hafi gert mikinn skaða í bardaganum. Volkanovski hefur unnið alla sína sjö bardaga í UFC og mætir líklegast fjaðurvigtarmeistaranum Max Holloway næst. Bardagakvöldið var ágætis skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00 Mest lesið Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Grátlegt tap í framlengdum leik Körfubolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Fótbolti Loksins brosti Dagur Sigurðsson Handbolti Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Handbolti Fleiri fréttir Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann „Litla ég hefði aldrei trúað þessu“ Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Loksins brosti Dagur Sigurðsson Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Sjá meira
Nær Rose að verja titilinn í fjandsamlegu andrúmslofti? UFC 237 fer fram í kvöld í Rio de Janeiro í Brasilíu. Í aðalbardaga kvöldsins mun Rose Namajunas freista þess að verja titilinn á heimavelli andstæðingsins. 11. maí 2019 12:00