Saulius Skvernelis, forsætisráðherra Litháens, segist ætla að segja af sér eftir að kjósendur höfnuðu honum í fyrri umferð forsetakosninga í landinu í gær. Búist var við því að Skvernelis yrði á milli sigurstranglegustu frambjóðenda en hann komst á endanum ekki í seinni umferð kosninganna.
Hagfræðingurinn Gitanas Nauseda hlaut flest atkvæði í fyrri umferðinni þegar búið er að telja hluta atkvæða. Fjármálaráðherann Ingrida Simonyte er önnur. Þau mætast í seinni umferð forsetakosninganna 26. maí.
Skvernelis hafði verið sannfærður um að hann kæmist í seinni umferðina. Hann ætlar nú að segja af sér sem forsætisráðherra í júlí, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC.
„Það að mér mistókst að komast í seinni umferðinni er dómur yfir mér sem stjórnmálamanni,“ sagði hann.
Forsætisráðherrann segir af sér eftir ósigur

Tengdar fréttir

Forsætisráðherrann telur ólíklegt að hann komist áfram í næstu umferð forsetakosninganna
Forsetakosningar fara nú fram í Litháen.

Forsetakosningar í Litháen: Járnfrúin lætur senn af embætti
Litháar genga að kjörborðinu í dag til að kjósa nýjan forseta og um breytingar á stjórnarskrá landsins.