Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang Sighvatur Jónsson skrifar 14. maí 2019 12:15 Frá vettvangi í Mehamn í Norður-Noregi. TV2/Christoffer Robin Jensen Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Sjúkraflutningamenn á Íslandi eiga ekki að fara inn á ótryggan vettvang og geta þurft að bíða eftir lögreglu áður en þeir hlúa að slösuðum. Starfsfélagar þeirra í Noregi þurftu að bíða í meira en 40 mínútur fyrir utan heimili Gísla Þórs Þórarinssonar á meðan honum blæddi út.Á vef NRK, norska ríkisútvarpsins, kemur fram að lögregla hafi komið á vettvang við hús Gísla Þórs í Mehamn í Noregi 40 mínútum á eftir sjúkraflutningamönnum. Gísli hafði verið skotinn í lærið og hálfbróðir hans er grunaður um að hafa verið að verki. Þar sem skotvopn var notað þurftu sjúkraflutningamenn að vinna eftir þeim öryggisreglum að bíða eftir því að lögregla tryggði vettvanginn. Lögregluþjónar komu frá bænum Kjøllefjord sem er í um hálftíma fjarlægð frá heimili Gísla í Mehamn í Finnmörk. Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, segir sjúkraflutningamenn standa frammi fyrir erfiðum ákvörðunum við svona aðstæður. Þetta atriði sé mjög mikilvægt í þjálfun sjúkraflutningamanna hér á landi. „Að sjálfsögðu getur þetta tekið mikið andlega á. Hins vegar er þetta rauður þráður í gegnum þjálfun sjúkraflutningamanna og þeirri menntun sem þeir ganga í gegnum. Öryggi á vettvangi er alltaf haft til hliðsjónar þegar verið er að þjálfa sjúkraflutningamenn. Það er fallatriði að fara inn á ótryggan vettvang,“ segir Magnús Smári.Frá smábænum Mehamn í Norður-Noregi.Nordicphotos/GettyNorskir sjúkraflutningamenn brjóti reglur Starfsbróðir Magnúsar, Ola Yttre hjá samtökum sjúkraflutningamanna í Noregi, segir við NRK að aðstæður sem þessar hafi leitt til þess að sjúkraflutningamenn brjóti starfsreglur og hefji störf á ótryggum vettvangi. Magnús Smári segir það hlutverk sjúkraflutningamanns að leggja mat á það hvort hann telji aðstæður þannig að hann geti unnið með öruggum hætti þrátt fyrir vísbendingar um að einhver hætta sé. „Ég held hins vegar að íslenskir sjúkraflutningamenn séu vel á varðbergi hvað þetta varðar enda er mjög gott samstarf á milli sjúkraflutningamanna og lögreglumanna hér á Íslandi.“Og ekki jafn langar vegalengdir og í þessu tilfelli? „Við erum með sveitir þar sem er langt bæði í sjúkraflutninga og lögreglu þannig að það er ómögulegt að segja til um hvort svona aðstæður gætu skapast en það er ekkert óhugsandi,“ segir Magnús Smári Smárason, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.
Manndráp í Mehamn Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira