Höfnum ekki sársaukanum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 15. maí 2019 07:00 Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um þungunarrof að undangenginni dæmigerðri íslenskri þjóðfélagsumræðu. Andstæðum hefur verið stillt upp með femínista og sérfræðinga á sviði heilbrigðismála á öðrum væng en Ingu Sæland, Agnesi biskup og trúað fólk á hinum. Samhliða hefur þess verið gætt að halda framlagi ÖBÍ og Siðfræðistofnunar HÍ utan við opinbera umræðu. Á meðan Siðfræðistofnun lagði til að jöfnum höndum yrði horft á þrjá þætti; sjálfsákvörðunarrétt kvenna, siðferðilega stöðu fósturs í móðurkviði og viðhorf til fötlunar, hefur umræðan hverfst um fyrsta atriðið. Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu. Enn fremur segir þar: „Ferlið sem fylgir síðkomnu þungunarrofi er erfitt líkamlega og andlega og því fylgir mikil sorg. Þegar staðið er andspænis þessum valkostum leggur fólk mat á upplýsingar um fóstrið og notar þær til að spá fyrir um lífsgæði verðandi barns, foreldra og fjölskyldu. Sú túlkun er ekki einungis læknisfræðileg.“ Umliðna áratugi hefur sjötta hverju fóstri verið eytt hér á landi. Það er sorgarefni allrar þjóðarinnar sem ekki verður leyst með neinni löggjöf. Við þurfum að lyfta upp sjálfsákvörðunarrétti kvenna og hafna allri skömmun. En jafnframt verðum við að horfast í augu við hið háa flækju- og sársaukastig þessara mála. Stundum standa mæður og feður frammi fyrir afarkostum og treysta sér ekki til að taka við ófæddum börnum. Ég votta öllum sem fundið hafa sig knúin til að stíga það skref samúð mína. Við berum öll ábyrgð á að bæta kjör barna, auka valkosti fólks og gefa verðandi foreldrum skýr skilaboð um samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Skoðun Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Sjá meira
Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um þungunarrof að undangenginni dæmigerðri íslenskri þjóðfélagsumræðu. Andstæðum hefur verið stillt upp með femínista og sérfræðinga á sviði heilbrigðismála á öðrum væng en Ingu Sæland, Agnesi biskup og trúað fólk á hinum. Samhliða hefur þess verið gætt að halda framlagi ÖBÍ og Siðfræðistofnunar HÍ utan við opinbera umræðu. Á meðan Siðfræðistofnun lagði til að jöfnum höndum yrði horft á þrjá þætti; sjálfsákvörðunarrétt kvenna, siðferðilega stöðu fósturs í móðurkviði og viðhorf til fötlunar, hefur umræðan hverfst um fyrsta atriðið. Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu. Enn fremur segir þar: „Ferlið sem fylgir síðkomnu þungunarrofi er erfitt líkamlega og andlega og því fylgir mikil sorg. Þegar staðið er andspænis þessum valkostum leggur fólk mat á upplýsingar um fóstrið og notar þær til að spá fyrir um lífsgæði verðandi barns, foreldra og fjölskyldu. Sú túlkun er ekki einungis læknisfræðileg.“ Umliðna áratugi hefur sjötta hverju fóstri verið eytt hér á landi. Það er sorgarefni allrar þjóðarinnar sem ekki verður leyst með neinni löggjöf. Við þurfum að lyfta upp sjálfsákvörðunarrétti kvenna og hafna allri skömmun. En jafnframt verðum við að horfast í augu við hið háa flækju- og sársaukastig þessara mála. Stundum standa mæður og feður frammi fyrir afarkostum og treysta sér ekki til að taka við ófæddum börnum. Ég votta öllum sem fundið hafa sig knúin til að stíga það skref samúð mína. Við berum öll ábyrgð á að bæta kjör barna, auka valkosti fólks og gefa verðandi foreldrum skýr skilaboð um samstöðu.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun