Unga fólkið vill banna hvalveiðar Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. maí 2019 06:15 Jarðarvinir berjast gegn hvalveiðum og hafa beint athygli að stjórnsýslunni kringum veiðarnar. Vísir/vilhelm Af þeim sem tóku afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum en 36,3 prósent eru því andvíg. Um fjórðungur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í febrúar síðastliðnum reglugerð sem heimilar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Þorgerður Katrín hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun á viðhorfi almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands til áframhaldandi hvalveiða. „Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Langmestur stuðningur við að hvalveiðar verði bannaðar mælist í yngsta aldurshópnum, 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára eru fylgjandi banni en aðeins tíu prósent því andvíg. Þá styðja töluvert fleiri í aldurshópnum 25-34 ára bann við hvalveiðum en eru því andvíg. Í öllum öðrum aldurshópum eru andstæðingar banns við hvalveiðum hins vegar fleiri en stuðningsmenn. Mesta andstaðan við bannið mælist í elstu aldurshópunum. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 55 ára er andvígur banni en 28 prósent fylgjandi. „Unga fólkið skynjar þetta. Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín. Konur eru mun líklegri til að styðja bann við hvalveiðum en karlar. 45 prósent kvenna eru hlynnt banni við hvalveiðum en 22 prósent andvíg. Um þriðjungur kvenna er hins vegar hvorki hlynntur né andvígur banninu. Helmingur karla er andvígur banni við hvalveiðum, tæpur þriðjungur er fylgjandi banni og tæpur fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur. Þá er stuðningur við hvalveiðibann talsvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku tæp 96 prósent afstöðu til spurningarinnar. Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Af þeim sem tóku afstöðu eru 38,2 prósent fylgjandi banni við hvalveiðum en 36,3 prósent eru því andvíg. Um fjórðungur er hvorki fylgjandi né andvígur. Þetta eru niðurstöður könnunar sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið og fréttablaðið.is. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði í febrúar síðastliðnum reglugerð sem heimilar veiðar á hrefnu og langreyði til ársins 2023. „Mér finnst þetta vera mjög áhugaverðar niðurstöður. Við sjáum þarna ákveðinn kynslóðamun en þetta er í takt við það sem maður hefur fundið,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Þorgerður Katrín hefur lagt fram tillögu á Alþingi um að gerð verði könnun á viðhorfi almennings í helstu viðskiptalöndum Íslands til áframhaldandi hvalveiða. „Ég vona að þessi vanhugsaða ákvörðun Kristjáns Þórs undir forystu ríkisstjórnar Vinstri grænna verði ekki til þess að það verði varanlegur orðsporsskaði af þessu,“ segir Þorgerður Katrín. Langmestur stuðningur við að hvalveiðar verði bannaðar mælist í yngsta aldurshópnum, 69 prósent þeirra sem eru á aldrinum 18-24 ára eru fylgjandi banni en aðeins tíu prósent því andvíg. Þá styðja töluvert fleiri í aldurshópnum 25-34 ára bann við hvalveiðum en eru því andvíg. Í öllum öðrum aldurshópum eru andstæðingar banns við hvalveiðum hins vegar fleiri en stuðningsmenn. Mesta andstaðan við bannið mælist í elstu aldurshópunum. Um helmingur þeirra sem eru eldri en 55 ára er andvígur banni en 28 prósent fylgjandi. „Unga fólkið skynjar þetta. Það skynjar hjartslátt samtímans og vill ekki þessar dýrapíningar sem ríkisstjórnin er að standa fyrir. Það hefði þurft að segja mér þetta tvisvar og þrisvar að hvalveiðar myndu hefjast aftur undir forystu Vinstri grænna,“ segir Þorgerður Katrín. Konur eru mun líklegri til að styðja bann við hvalveiðum en karlar. 45 prósent kvenna eru hlynnt banni við hvalveiðum en 22 prósent andvíg. Um þriðjungur kvenna er hins vegar hvorki hlynntur né andvígur banninu. Helmingur karla er andvígur banni við hvalveiðum, tæpur þriðjungur er fylgjandi banni og tæpur fimmtungur er hvorki hlynntur né andvígur. Þá er stuðningur við hvalveiðibann talsvert meiri á höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. Könnun Zenter rannsókna var netkönnun framkvæmd 10. til 13. maí síðastliðinn. Alls voru tvö þúsund manns í úrtakinu og var svarhlutfall 50 prósent. Af þeim sem svöruðu tóku tæp 96 prósent afstöðu til spurningarinnar.
Birtist í Fréttablaðinu Hvalveiðar Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?