Kenísk fótboltabörn þakklát Íslendingum Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 16. maí 2019 06:15 Hér má sjá börnin í fótboltatreyjum frá FH. Mynd/Paul Ramses Paul Ramses, ásamt konu sinni og með hjálp íslenskra vina, stofnaði góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Nú er stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum, keppi á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í júlí. Paul segir mikilvægt fyrir börnin í skólanum að fá aukin tækifæri og von til betra lífs en mikil fátækt er á svæðinu „Menntun eykur lífsgæði fólksins, veitir því öryggi og tækifæri. Fótboltinn getur svo aukið tækifærin enn frekar auk þess að skapa liðsheild og samvinnu. Fótbolti færir fólk saman.“Paul Ramses flytur inn fótboltalið frá Kenya. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari JóhannssonMikil velvild hefur verið fyrir verkefninu og hafa margir lagt hönd á plóg. „Fólk hefur sýnt okkur mikinn stuðning og hjálpað mikið til. Hafnarfjarðarbær mun til dæmis gefa strákunum mat og sjá þeim fyrir gistingu á meðan á dvölinni stendur, Rey Cup, sem skipulagt er af Þrótti, býður liðinu á mótið svo þeir þurfa ekki að borga mótsgjald og FH, Haukar og Breiðablik hafa gefið börnunum búninga. Nú vantar okkur bara peninga fyrir ferðakostnaðinum,“ segir Paul. Nú þegar hafa safnast rúmar 700 þúsund krónur en áætlaður ferðakostnaður eru tvær og hálf milljón. Paul var áberandi í íslenskum fjölmiðlum árið 2008 þegar honum var vísað úr landi og fjölskyldu hans var tvístrað. Kona hans og barn urðu eftir á Íslandi. Paul fékk ásamt fjölskyldu sinni hæli á Íslandi árið 2010 og segir hann að þessi reynsla hafi styrkt hann í því sem á eftir kom. „Það að lenda í lífsreynslu sem þessari getur haft styrkjandi áhrif á einstaklinga, það skiptir bara máli hvernig maður horfir á hlutina.“ Aðspurður hvers vegna þau hjónin hafi ráðist í þetta verkefni segir Paul að það jafnrétti sem náðst hafi hér á landi hafi vakið þau til umhugsunar um ástandið í Kenýa. „Systir mín varð ólétt að sínu fyrsta barni þegar hún var aðeins 12 ára, hún eignaðist ellefu börn. Þetta er ekki óalgengt í Kenýa. Okkur langaði að valdefla konur á okkar heimaslóðum þar sem ástandið er ólíkt ástandinu hér. Það vildum við gera með því að mennta fólk og efla konur. Fótboltinn var svo góð viðbót.“ Paul bætir því við að krakkarnir séu þakklátir þeim stuðningi sem Íslendingar hafi sýnt þeim. „Krakkarnir vita að þau eigi vini á Íslandi og að Íslendingar séu ástæða þess að þau geti farið í skóla og stundað fótbolta. Þetta vekur gleði hjá krökkunum og fjölskyldum þeirra. Það væri því frábært fyrir krakkana að geta komið til Íslands og kynnst betur landi og þjóð og þakkað fyrir sig.“ Frekari upplýsingar um hvernig leggja má verkefninu lið er að finna á Facebook-síðunni: Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Paul Ramses, ásamt konu sinni og með hjálp íslenskra vina, stofnaði góðgerðarfélagið Tears Children and Youth Aid. Félagið rekur skóla, leikskóla og fótboltalið í Kenýa ásamt því að valdefla konur og styrkja þær til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þetta gera þau með því að selja kenískt handverk á Íslandi. Nú er stefnt að því að fótboltalið skólans, sem samanstendur af 12-15 ára drengjum, keppi á Rey Cup-fótboltamótinu sem haldið verður í Laugardalnum í júlí. Paul segir mikilvægt fyrir börnin í skólanum að fá aukin tækifæri og von til betra lífs en mikil fátækt er á svæðinu „Menntun eykur lífsgæði fólksins, veitir því öryggi og tækifæri. Fótboltinn getur svo aukið tækifærin enn frekar auk þess að skapa liðsheild og samvinnu. Fótbolti færir fólk saman.“Paul Ramses flytur inn fótboltalið frá Kenya. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari JóhannssonMikil velvild hefur verið fyrir verkefninu og hafa margir lagt hönd á plóg. „Fólk hefur sýnt okkur mikinn stuðning og hjálpað mikið til. Hafnarfjarðarbær mun til dæmis gefa strákunum mat og sjá þeim fyrir gistingu á meðan á dvölinni stendur, Rey Cup, sem skipulagt er af Þrótti, býður liðinu á mótið svo þeir þurfa ekki að borga mótsgjald og FH, Haukar og Breiðablik hafa gefið börnunum búninga. Nú vantar okkur bara peninga fyrir ferðakostnaðinum,“ segir Paul. Nú þegar hafa safnast rúmar 700 þúsund krónur en áætlaður ferðakostnaður eru tvær og hálf milljón. Paul var áberandi í íslenskum fjölmiðlum árið 2008 þegar honum var vísað úr landi og fjölskyldu hans var tvístrað. Kona hans og barn urðu eftir á Íslandi. Paul fékk ásamt fjölskyldu sinni hæli á Íslandi árið 2010 og segir hann að þessi reynsla hafi styrkt hann í því sem á eftir kom. „Það að lenda í lífsreynslu sem þessari getur haft styrkjandi áhrif á einstaklinga, það skiptir bara máli hvernig maður horfir á hlutina.“ Aðspurður hvers vegna þau hjónin hafi ráðist í þetta verkefni segir Paul að það jafnrétti sem náðst hafi hér á landi hafi vakið þau til umhugsunar um ástandið í Kenýa. „Systir mín varð ólétt að sínu fyrsta barni þegar hún var aðeins 12 ára, hún eignaðist ellefu börn. Þetta er ekki óalgengt í Kenýa. Okkur langaði að valdefla konur á okkar heimaslóðum þar sem ástandið er ólíkt ástandinu hér. Það vildum við gera með því að mennta fólk og efla konur. Fótboltinn var svo góð viðbót.“ Paul bætir því við að krakkarnir séu þakklátir þeim stuðningi sem Íslendingar hafi sýnt þeim. „Krakkarnir vita að þau eigi vini á Íslandi og að Íslendingar séu ástæða þess að þau geti farið í skóla og stundað fótbolta. Þetta vekur gleði hjá krökkunum og fjölskyldum þeirra. Það væri því frábært fyrir krakkana að geta komið til Íslands og kynnst betur landi og þjóð og þakkað fyrir sig.“ Frekari upplýsingar um hvernig leggja má verkefninu lið er að finna á Facebook-síðunni: Leiðin frá Got Agulu á Rey Cup.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira