Koepka jafnaði mótsmetið og leiðir eftir fyrsta dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 16. maí 2019 23:15 Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00. Golf Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Brooks Koepka leiðir PGA meistaramótið, annað risamóts ársins í karlagolfinu, eftir fyrsta hring. Koepka jafnaði besta hring í sögu mótsins. Koepka kom í hús á 63 höggum á Bethpage Black vellinum í New York fylki og steig hann vart feilspor. Bandaríkjamaðurinn byrjaði af krafti og fékk fugl á fyrstu holu en hann fékk samtals sjö fugla í dag. Ekki einn skolli leit dagsins ljós og endaði hann á sjö höggum undir pari. Hann var þrátt fyrir það ósáttur með að hafa ekki náð fleiri fuglum og náð að bæta mótsmetið. „Ég hef aldrei verið með svona mikið sjálfstraust. Ég er enn að læra, læra á leikinn minn, og ég er spenntur fyrir því sem kemur á næstu árum,“ sagði Koepka sem er ríkjandi meistari á þessu móti.Effortless.@BKoepka is the first player to record 63 in back-to-back PGA Championships.#LiveUnderParpic.twitter.com/iv0DJoMbXm — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Þrátt fyrir frábæran hring hjá Koepka er hann aðeins með eins höggs forskot. Nýsjálendingurinn Danny Lee fékk fleiri fugla en Koepka, hann náði átta fuglum, en hann fékk tvo skolla og er á sex höggum undir pari. Tommy Fleetwood er í þriðja sæti á þremur höggum undir pari og svo koma fimm kylfingar jafnir í fjórða sæti. Tiger Woods byrjar mótið ekki sérstaklega vel en hann lauk leik á 72 höggum eða tveimur yfir pari. Hringurinn hjá Tiger var skrautlegur en hann fékk örn á fjórðu holu og fylgdi honum eftir með þremur skollum á næstu fjórum holum. Hann fékk tvo tvöfalda skolla á hringnum. Tiger er jafn í 53. sæti eftir fyrsta keppnisdag. Par@TigerWoods just flipped the switch.pic.twitter.com/wCNCvPHnhZ — PGA TOUR (@PGATOUR) May 16, 2019 Efsti maður stigalistans á PGA mótaröðinni, Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar, lauk leik á pari mótsins og er jafn í 18. sæti ásamt Jon Rahm, Tony Finau, Xander Schauffele og fleirum. Útsending frá öðrum degi mótsins hefst á Stöð 2 Golf á morgun, 17. maí, klukkan 17:00.
Golf Mest lesið Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira