Fótbolti

Kominn í spænska landsliðið ári eftir að Arsenal leyfði honum að fara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Santi Cazorla fagnar með félögum sínum í Villarreal.
Santi Cazorla fagnar með félögum sínum í Villarreal. Vísir/Getty
Aldrei að segja aldrei í fótboltanum. Spænski knattspyrnumaðurinn Santi Cazorla er gott dæmi um það en hann fékk góðar fréttir í dag.

Santi Cazorla er í 24 manna hópi Spánverja fyrir leiki á móti Færeyjum og Svíþjóð í undankeppni EM 2020.

Landsliðsþjálfarinn Luis Enrique kallar á hinn 34 ára gamla Santi Cazorla sem spilaði sinn 77. og síðasta landsleik árið 2015.











Santi Cazorla kvaddi Arsenal í fyrravor eftir tvö erfið ár þar sem hann þurfti meðal annars að gangast undir ellefu aðgerðir.

Um tíma var óttast að Santi Cazorla myndi missa fótinn.

Santi Cazorla var lykilmaður hjá Arsenal liðinu þegar hann meiddist en eftir tveggja ára fjarveru vegna meiðsla þá var hann afskrifaður á Emirates og leyft að fara.

Santi Cazorla samdi við sitt gamla félag í Villarreal og átti frábært tímabil. Cazorla var með 4 mörk og 10 stoðsendingar í spænsku deildinni á tímabilinu.





Þetta er í þriðja sinn sem Santi Cazorla verður leikmaður Villarreal en hann lék einnig með liðinu frá 2003 til 2006 og svo aftur frá 2007 til 2011.

Það er bara einn spænskur leikmaður í La Liga sem hefur lagt upp fleiri mörk en Santi Cazorla á þessu tímabili og það er Pablo Sarabia.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×