Guardiola bað Liverpool fólk afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 14:15 Pep Guardiola með gullið um hálsinn um síðustu helgi. Getty/Matthew Ashton Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn