Fótbolti

Hjörtur fékk bikarsilfur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Hjörtur í leik með Bröndby
Hjörtur í leik með Bröndby
Hjörtur Hermannsson og félagar í Bröndby þurftu að láta sér silfrið nægja í dönsku bikarkeppninni í fótbolta eftir tap fyrir Midtjylland í úrlsitaleik bikarsins.

Hjörtur var í byrjunarliðinu og spilaði allan leikinn fyrir Bröndby.

Kian Hansen kom Midtjylland yfir strax á sjöttu mínútu en Dominik Kaiser jafnaði á 21. mínútu fyrir Bröndby. Fleiri mörk voru hins vegar ekki skoruð í venjulegum leiktíma né í framlengingu.

Kaiser tók fyrstu vítaspyrnuna en hann náði ekki að skora. Önnur spyrna Midtjylland fór forgörðum og eftir þrjár spyrnur á lið var jafnt 2-2 í vítum. Þá fór Josip Radosevic á punktinn en náði ekki að skora. Midtjylland skoraði úr sínum spyrnum sem eftir voru og unnu 4-3 í vítaspyrnukeppninni.

Midtjylland er því bikarmeistari en Bröndby fékk silfur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×