Koepka með afgerandi forystu fyrir lokahringinn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 23:12 Brooks Koepka vísir/getty Brooks Koepka hélt í sjö högga forystu sína á PGA meistaramótinu í golfi og þarf að misstíga sig all verulega á lokahringnum til þess að vinna mótið ekki annað árið í röð. Hringur Koepka í dag var sá lang slakasti í mótinu til þessa en hann fór á 70 höggum, eða pari vallarins. Hann er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir það hélt forskot hans það sama því þeir Adam Scott og Jordan Spieth áttu verri dag heldur en Koepka og fóru á tveimur höggum yfir parið og féllu þar með niður í áttunda sæti.Perfect speed. Perfect read. Perfect putt.@BKoepka just keeps on rolling. pic.twitter.com/MtBSLkh30X — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Jafnir í öðru til fimmta sæti eru Harold Varner, Jazz Janewattananond, Luke List og Dustin Johnson á fimm höggum undir pari. Skorið í dag var almennt ekki það gott, þeir Varner og Janewattananond áttu bestu hringi dagsins á þremur höggum undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy var á meðal hástökkvara dagsins en hann fór upp um 31 sæti þrátt fyrir að hafa farið daginn á tveimur höggum yfir pari. Hann er nú jafn í 26. sæti. Úrslit mótsins ráðast á morgun en útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:00.How did that not go in? @TommyFleetwood1 nearly holes out from the fairway. pic.twitter.com/FYCbgnxCs7 — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Brooks Koepka hélt í sjö högga forystu sína á PGA meistaramótinu í golfi og þarf að misstíga sig all verulega á lokahringnum til þess að vinna mótið ekki annað árið í röð. Hringur Koepka í dag var sá lang slakasti í mótinu til þessa en hann fór á 70 höggum, eða pari vallarins. Hann er samtals á 12 höggum undir pari í mótinu. Þrátt fyrir það hélt forskot hans það sama því þeir Adam Scott og Jordan Spieth áttu verri dag heldur en Koepka og fóru á tveimur höggum yfir parið og féllu þar með niður í áttunda sæti.Perfect speed. Perfect read. Perfect putt.@BKoepka just keeps on rolling. pic.twitter.com/MtBSLkh30X — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019 Jafnir í öðru til fimmta sæti eru Harold Varner, Jazz Janewattananond, Luke List og Dustin Johnson á fimm höggum undir pari. Skorið í dag var almennt ekki það gott, þeir Varner og Janewattananond áttu bestu hringi dagsins á þremur höggum undir pari. Norður-Írinn Rory McIlroy var á meðal hástökkvara dagsins en hann fór upp um 31 sæti þrátt fyrir að hafa farið daginn á tveimur höggum yfir pari. Hann er nú jafn í 26. sæti. Úrslit mótsins ráðast á morgun en útsending frá lokadeginum hefst á Stöð 2 Golf klukkan 18:00.How did that not go in? @TommyFleetwood1 nearly holes out from the fairway. pic.twitter.com/FYCbgnxCs7 — PGA TOUR (@PGATOUR) May 18, 2019
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira