Semenya tapaði og testosterónregla IAAF stendur Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 1. maí 2019 11:23 Semenya er Ólympíu- og heimsmeistari í 800 metra hlaupi kvenna vísir/getty Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF. Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“ Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.pic.twitter.com/FHmm10npfx — Caster Semenya (@caster800m) May 1, 2019 Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30 „Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Ólympíumeistarinn Caster Semenya tapaði dómsmáli sínu gegn nýrri testosterónreglu alþjóða frjálsíþróttasambandsins IAAF. Íþróttadómstóllinn Cas (e. Court of Arbitration for Sport) opinberaði niðurstöðu sína í máli Semenya gegn IAAF í dag, en málsmeðferð hefur staðið yfir síðustu mánuði. IAAF tilkynnti á síðasta ári um nýja reglugerð sem takmarkaði leyfilegt magn karlhormónsins testosterón í blóði kvenkyns hlaupara í vegalengdum frá 400 metrum upp í eina mílu, sem er um 1,6 kílómetri. Semenya, sem er tvöfaldur Ólympíumeistari í 800 metra hlaupi, sagði reglurnar vera „ósanngjarnar,“ og að hún vildi geta „hlaupið eðlilega.“ Þar sem reglan fær að standa þarf Semenya að taka inn lyf sem halda testosterónmagninu í blóði hennar niðri, eða hlaupa í öðrum vegalengdum. Þá mætti hún enn hlaupa í keppnum sem ekki eru á vegum IAAF. Niðurstaða Cas í málinu sagði að reglan fæli vissulega í sér mismunun gegn íþróttakonum með náttúrulega mikið testosterónmagn, en sú mismunun væri „nauðsynleg, sanngjörn og í hófi“ og „verndaði heiðarleika kvennaíþrótta.“ Hins vegar sagðist Cas hafa áhyggjur af ýmsu varðandi framkvæmd reglunnar og biðlaði til IAAF að fresta því að setja hana á fyrir 1500 metra hlaup þar til frekari rannsóknir hafa verið gerðar.pic.twitter.com/FHmm10npfx — Caster Semenya (@caster800m) May 1, 2019
Frjálsar íþróttir Suður-Afríka Tengdar fréttir Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30 „Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00 Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58 Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Sjá meira
Hópur kvenna fær ekki að keppa í hlaupagreinum án lyfja Alþjóða frjálsíþróttasambandið IAAF hefur samþykkt nýjar reglur sem banna konum sem eru að eðlisfari með hátt testosterón magn að keppa í sumum hlaupavegalengdum á mótum þess nema taka lyf 26. apríl 2018 15:30
„Ekki nokkur vafi á því að Semenya er kona“ Alþjóða frjálsíþróttasambandið er sagt ætla að halda því fram að samkvæmt líffræðinni sé Caster Semenya karl en ekki kona. 15. febrúar 2019 10:00
Semenya er tvíkynja Suður-afríska frjálsíþróttamanneskjan Caster Semenya hefur átt undir högg að sækja síðan hún keppti á frjálsíþróttamótinu í Berlín fyrr í sumar en þá komu upp getgátur um að hún væri alls ekki kona. Caster hefur þurft að gangast undir læknisrannsóknir vegna málsins en opinberlega hefur hún staðið við sitt kyn. 10. september 2009 21:58
Mikið testosteron í líkama Semenya Þau tíðindi láku út í dag að magn testosteróns í líkama hlaupakonunnar Caster Semenya væri þrisvar sinnum meira en eðlilegt er í líkama kvenmanns. 25. ágúst 2009 14:24