Helgi Sig: Ef menn ætla vanmeta Gróttu þá lenda menn í vandræðum Guðlaugur Valgeirsson skrifar 1. maí 2019 16:26 Helgi á hliðarlínunni síðasta sumar vísir/bára Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var sáttur með sigur sinna manna á liði Gróttu en Fylkismenn voru í miklu basli með Gróttu í dag sem sýndu mikla baráttu. Hann sagði að það hafi aðallega verið seiglan sem skilaði sigri í dag. „Það var aðallega seiglan, við gefumst ekkert upp en við mættum frekar slappir til leiks og þeir voru yfir fyrstu 15-20 mínúturnar og komust yfir. Það var bara sanngjarnt að mínu mati miðað við ganginn í þessu til að byrja með.” „En við sýndum karakter undir lok fyrri hálfleiks og náum að jafna og síðan var þetta bara 50/50 í síðari hálfleik og spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og sem betur fer endaði hann okkar megin.” Helgi sagði að það væri erfitt að spila við lið eins og Gróttu en þeir náðu samt að refsa þeim þegar þeir ætluðu að spila stutt frá markinu. „Já þeim gekk vel með sitt spil en við náðum að refsa þeim nokkrum sinnum og þá skapaðist hætta og fyrsta markið kemur frá mistökum í þeirra uppspili.” „Þetta eru bara erfiðir leikir og lið Gróttu er bara vel skipulagt og ef menn ætla vanmeta lið eins og þá, þá lenda menn í vandræðum. Ekki það að við höfum vanmetið þá en það vantaði vissa stemningu hér í dag.” Fylkir gerði 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn ÍBV. Helgi sagði það skiljanlegt, stutt á milli leikja og gott að halda mönnum á tánum. „Við erum með stóran og sterkan hóp og það voru nokkrir menn stífir eftir leikinn í eyjum. Blautt grasið þar og erfiðar aðstæður en Ragnar Bragi var í banni en að öðru leyti erum við með stráka sem komu vel inn í eyjum og við ákváðum að gefa þeim séns og þeir stóðu sig vel í dag.” Fylkir tekur á móti ÍA í næstu umferð og Helgi sagði að hann ætti von á hörkuleik milli tveggja góðra liða. „Það leggst vel í mig að fá skagann í heimsókn. Þeir eru með hörkulið og eru búnir að vera gera vel. Það má búast við því að þetta verði aðalleikur umferðarinnar og vonandi verður vel mætt hingað í Árbæinn,” sagði Helgi að lokum. Mjólkurbikarinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Helgi Sigurðsson þjálfari Fylkis var sáttur með sigur sinna manna á liði Gróttu en Fylkismenn voru í miklu basli með Gróttu í dag sem sýndu mikla baráttu. Hann sagði að það hafi aðallega verið seiglan sem skilaði sigri í dag. „Það var aðallega seiglan, við gefumst ekkert upp en við mættum frekar slappir til leiks og þeir voru yfir fyrstu 15-20 mínúturnar og komust yfir. Það var bara sanngjarnt að mínu mati miðað við ganginn í þessu til að byrja með.” „En við sýndum karakter undir lok fyrri hálfleiks og náum að jafna og síðan var þetta bara 50/50 í síðari hálfleik og spurning hvorum megin sigurinn myndi enda og sem betur fer endaði hann okkar megin.” Helgi sagði að það væri erfitt að spila við lið eins og Gróttu en þeir náðu samt að refsa þeim þegar þeir ætluðu að spila stutt frá markinu. „Já þeim gekk vel með sitt spil en við náðum að refsa þeim nokkrum sinnum og þá skapaðist hætta og fyrsta markið kemur frá mistökum í þeirra uppspili.” „Þetta eru bara erfiðir leikir og lið Gróttu er bara vel skipulagt og ef menn ætla vanmeta lið eins og þá, þá lenda menn í vandræðum. Ekki það að við höfum vanmetið þá en það vantaði vissa stemningu hér í dag.” Fylkir gerði 5 breytingar á byrjunarliði sínu frá sigrinum gegn ÍBV. Helgi sagði það skiljanlegt, stutt á milli leikja og gott að halda mönnum á tánum. „Við erum með stóran og sterkan hóp og það voru nokkrir menn stífir eftir leikinn í eyjum. Blautt grasið þar og erfiðar aðstæður en Ragnar Bragi var í banni en að öðru leyti erum við með stráka sem komu vel inn í eyjum og við ákváðum að gefa þeim séns og þeir stóðu sig vel í dag.” Fylkir tekur á móti ÍA í næstu umferð og Helgi sagði að hann ætti von á hörkuleik milli tveggja góðra liða. „Það leggst vel í mig að fá skagann í heimsókn. Þeir eru með hörkulið og eru búnir að vera gera vel. Það má búast við því að þetta verði aðalleikur umferðarinnar og vonandi verður vel mætt hingað í Árbæinn,” sagði Helgi að lokum.
Mjólkurbikarinn Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira