Maurizio Sarri: Fullkomlega eðlilegt að vera með Eden Hazard á bekknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. maí 2019 22:15 Eden Hazard. Vísir/Getty Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni en með sigri í keppninni getur Chelsea tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir leikinn í gærkvöldi en Chelsea gerði þá 1-1 jafntefli á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt. „Það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður sem spilar 70 leiki á tímabili byrji stundum á bekknum,“ sagði Maurizio Sarri. Hann ákvað að hvíla sinn besta leikmann í leiknum í gær. „Við spilum aftur eftir aðeins 62 klukkutíma,“ sagði Maurizio Sarri en hann talaði líka um það að Eden Hazard hafi ekki fengið að vita það fyrirfram að hann myndi ekki byrja leikinn. Fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að Eden Hazard fari frá Chelsea í sumar en hann hefur verið stanslaust orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.Maurizio Sarri said he left Eden Hazard out of Chelsea's starting XI against Frankfurt because he needed to rest.https://t.co/7eUaD3gWdupic.twitter.com/Qo3CACWZ0d — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019„Hann tók þessu vel, var eins og hann er vanur og grínaðist í liðsfélögum sínum. Hann veit um hvað þessa snýst,“ sagði Maurizio Sarri um viðbrögð Eden Hazard við því að missa af þessum mikilvæga leik. Chelsea getur líka tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í gegnum ensku úrvalsdeildina en þar er liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum. „Við erum að fara spila fimm leiki á tveimur vikum og þeir eru allir jafnmikilvægir. Við vitum ekki enn hvar leið okkar liggur. Við viljum bæði komast í Meistaradeildina og vinna Evrópudeildina,“ sagði Sarri. „Við viljum ekki aðeins komast í úrslitaleikinn því við viljum vinna hann líka. Fyrir þremur mánuðum þá vorum við í vandræðum. Nú erum við meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni og komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mér finnst við eiga skilið að vinna bikar,“ sagði Sarri.Real Madrid are confident they will sign Eden Hazard as soon as the season is over. Gossip: https://t.co/nIuWOb51BKpic.twitter.com/WGZGlCdz9s — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019 Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira
Eden Hazard var ekki í byrjunarliði Chelsea í gær í fyrri undanúrslitaleik liðsins í Evrópudeildinni en með sigri í keppninni getur Chelsea tryggt sér sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Knattspyrnustjórinn Maurizio Sarri var spurður út í þessa ákvörðun sína eftir leikinn í gærkvöldi en Chelsea gerði þá 1-1 jafntefli á móti þýska liðinu Eintracht Frankfurt. „Það er fullkomlega eðlilegt að leikmaður sem spilar 70 leiki á tímabili byrji stundum á bekknum,“ sagði Maurizio Sarri. Hann ákvað að hvíla sinn besta leikmann í leiknum í gær. „Við spilum aftur eftir aðeins 62 klukkutíma,“ sagði Maurizio Sarri en hann talaði líka um það að Eden Hazard hafi ekki fengið að vita það fyrirfram að hann myndi ekki byrja leikinn. Fjölmiðlar hafa skrifað mikið um það að Eden Hazard fari frá Chelsea í sumar en hann hefur verið stanslaust orðaður við spænska stórliðið Real Madrid.Maurizio Sarri said he left Eden Hazard out of Chelsea's starting XI against Frankfurt because he needed to rest.https://t.co/7eUaD3gWdupic.twitter.com/Qo3CACWZ0d — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019„Hann tók þessu vel, var eins og hann er vanur og grínaðist í liðsfélögum sínum. Hann veit um hvað þessa snýst,“ sagði Maurizio Sarri um viðbrögð Eden Hazard við því að missa af þessum mikilvæga leik. Chelsea getur líka tryggt sér sæti í Meistaradeildinni í gegnum ensku úrvalsdeildina en þar er liðið í baráttunni um eitt af fjórum efstu sætunum. „Við erum að fara spila fimm leiki á tveimur vikum og þeir eru allir jafnmikilvægir. Við vitum ekki enn hvar leið okkar liggur. Við viljum bæði komast í Meistaradeildina og vinna Evrópudeildina,“ sagði Sarri. „Við viljum ekki aðeins komast í úrslitaleikinn því við viljum vinna hann líka. Fyrir þremur mánuðum þá vorum við í vandræðum. Nú erum við meðal fjögurra efstu liðanna í deildinni og komnir í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Mér finnst við eiga skilið að vinna bikar,“ sagði Sarri.Real Madrid are confident they will sign Eden Hazard as soon as the season is over. Gossip: https://t.co/nIuWOb51BKpic.twitter.com/WGZGlCdz9s — BBC Sport (@BBCSport) May 3, 2019
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum Fótbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Fleiri fréttir Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Sannfærður um að Watkins fari ekki frá félaginu Liverpool ótrúlega nálægt hundrað milljónum en náði þeim ekki Kristianstad um söluna á Hlín: Hefði ekki gerst fyrir fjórum til fimm árum Hlín til liðs við Leicester City Sakar Arteta um að ýta undir dómarahatur Gagnrýnir Durán: „Ekki alvöru fótboltamaður“ Amorim um Rashford: Ef hann breytist þá mun ég nota hann Foden skýtur á Southgate Amorim og Rashford talast ekki við Prestur sagði við Gakpo að hann myndi semja við Liverpool Man. United tók annað árið í röð efnilegan leikmann frá Arsenal Manchester United fær grænt ljóst fyrir Wembley norðursins Tólf leikmenn Liverpool fá hvíld: „Græðum aldrei á að tapa“ Jón Daði óstöðvandi á nýjum stað Dani fyrstu kaup Amorim hjá Man. Utd Viðurkenna mistök og Arsenal-maðurinn laus við bann Oliver dæmir um helgina þrátt fyrir morðhótanir Segir enga leið til baka fyrir Rashford hjá United Komust yfir fjölda símanúmera leikmanna í ensku deildinni City búið að eyða meira en öll hin liðin til samans Biðst afsökunar á hegðun sinni og kemur út úr skápnum Sjá meira