Handbolti

Kristianstad úr leik | Alfreð hafði betur gegn Aðalsteini

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur var markahæstur í liði Kristianstad.
Ólafur var markahæstur í liði Kristianstad. vísir/getty
Kristianstad verður ekki sænskur meistari fimmta árið í röð. Liðið tapaði fyrir Alingsås í dag, 25-29, í þriðja leik liðanna í undanúrslitum um sænska meistaratitilinn og er úr leik.

Ólafur Guðmundsson var markahæstur í liði Kristianstad með sjö mörk. Arnar Freyr Arnarsson skoraði eitt.

Í þýsku úrvalsdeildinni vann Kiel Erlangen, 21-30. Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.

Kiel er í 2. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Flensburg. Gísli Þorgeir Kristjánsson er enn frá vegna meiðsla hjá Kiel.

Erlangen er í 10. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×