Albert fékk sent snapchat skilaboð frá vinnufélaga sínum sem var staddur á Petersen svítunni að fá sér einn bjór. Sá er ekki kominn með aldur til að vera á staðnum og því ekki kominn með aldur til að drekka áfengi.
Albert hringdi í starfsmann Petersen-svítunnar og lét vita af því að það væri maður inni á staðnum að drekka áfengi undir lögaldri. Í kjölfarið var manninum vikið út en Albert birti hljóðupptöku frá símtalinu á Twitter og lét einnig fylgja með skilaboð frá vinnufélaganum.
Þar stóð: „Þú ert ekki í lagi. Leiðist þér í alvörunni svona mikið?“
Albert svaraði: „Var þér hent út?“ og þá svaraði vinnufélaginn: „já“
Albert lauk því samtalinu með því að skrifa: „Glæsilegt. Þá sjáumst við bara ferskir í fyrramálið.“
Hér að neðan má hlusta á hljóðupptökuna og mynd af samskiptum þeirra.
Fékk snapchat frá vinnufélaga mínum honum @AsmundurAtlason að fá sér bjór á petersen.
Ég fór í málið. pic.twitter.com/HzvWEsU37D
— Albert Ingason. (@Snjalli) May 5, 2019
pic.twitter.com/uacWurYfst
— Albert Ingason. (@Snjalli) May 5, 2019