Grínið er heilun fyrir samfélag í erfiðleikum Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 7. maí 2019 07:15 Fanndís Birna Logadóttir, nemi í stjórnmálafræði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana. Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira
Pólitískt grín getur haft áhrif á samfélagið og þá oftast til að hjálpa borgurum í erfiðum aðstæðum. Þetta er meðal niðurstaðna BA-ritgerðar Fanndísar Birnu Logadóttur í stjórnmálafræði, sem fjallar um pólitískt grín á Íslandi. Í ritgerðinni er þróun bæði Áramótaskaupsins og Spaugstofunnar lýst en báðir þættirnir eiga sameiginlegt að hafa gengið í marga áratugi og þróast úr saklausri skemmtun með söngatriðum og aulahúmor yfir í beittari ádeilu. Fanndís dvelur sérstaklega við hrunið og áhrif þess á grínþættina tvo. Þættirnir urðu rammpólitískir og virkilega beittir. Fanndís segir þættina hafa verið losun fyrir samfélagið og veitt landsmönnum útrás. Í þáttunum í kringum hrunið megi bera kennsl á ýmsar tilfinningar, bæði reiði og vonleysi. Einnig er vikið að tabúunum þremur sem losnað hefur um í seinni tíð, embætti forseta Íslands, trúarbrögðum og kynferðismálum. Fjallað er um viðkvæmni við gríni um forsetann í embættistíð Vigdísar Finnbogadóttur og greint frá því að allt hafi orðið vitlaust þegar Vigdís birtist í fyrsta skipti í Áramótaskaupi árið 1994. Í atriðinu er forsetinn að panta pitsu með erlendu áleggi. Gríninu var ekki vel tekið og mun leikstjóri Skaupsins hafa fengið símtal frá sjálfri Vigdísi vegna atriðisins. Embætti forsetans væri ekki til að grínast með. Einnig segir frá því í ritgerðinni að Spaugstofumenn hafi ekki þorað annað en að klippa út atriði í þætti um þjóðvegahátíðina svokölluðu þann 17. júní 1994 sem sýna átti Vigdísi Finnbogadóttur fasta í umferðarteppu á milli Reykjavíkur og Þingvalla. Atriðið var því ekki sýnt. Fanndís tók viðtöl við landsþekkta grínara við vinnslu ritgerðarinnar og í þeim kemur söknuður til Spaugstofunnar fram og vonir til að þátturinn endurfæðist í einhverri mynd. „Það væri auðvitað ótrúlega skemmtilegt að fá aftur landsþekkta grínara í vikulegum þáttum,“ segir Fanndís. Hún segir ótrúlega breiðan aldurshóp hafa horft á Spaugstofuna og að þátturinn hafi haft mikið gildi fyrir sig sem barn. „Ég man að þegar ég var barn þá vissi ég hvað var að gerast í samfélaginu af því að Spaugstofan hafði tekið það fyrir.“ Aðspurð segir Fanndís samfélagsmiðlana hafa að nokkru leyti tekið hlutverk Spaugstofunnar yfir og vísar til þeirrar íþróttar Íslendinga að tísta og snappa á skoplegan hátt um málefni líðandi stundar um leið og þau koma upp. Hún heldur þó í vonina um vikulegan grínþátt og vísar til þátta á borð við Saturday Night Live í Bandaríkjunum sem enn lifa þrátt fyrir samfélagsmiðlana.
Áramótaskaupið Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Fleiri fréttir Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Sjá meira