Þátturinn hefur vægast sagt vakið mikla athygli og er strax orðinn umtalaðasti sjónvarpsþáttur sögunnar á Twitter en á meðan honum stóð var tíst um þáttinn 7,8 milljón sinnum.
Burlington Bar í Chicago býður upp á þá þjónustu að horfa á þættina á staðnum og er það orðið mjög vinsælt meðal gesta. Nýjasti þátturinn var rosalegur og gerðist margt og mikið sem ekki verður talað um í þessari grein.
Bareigandinn tók aftur á móti upp viðbrögð gesta á staðnum í gegnum allan þáttinn og má sjá samantekt af því hér að neðan. Ef þú hefur ekki séð umræddan þátt, ekki horfa.