Segir forsætisráðherra vera leiddan í gildru Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. apríl 2019 09:15 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, átti fund með forseta Vestu-Sahara fyrr í mánuðinum. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fangelsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig fullyrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Marokkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðarhafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlenduveldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Saharadeilunni undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, innviðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Marokkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flóttamannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í flóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýnileika nokkurs með svo umdeilanlega ímynd.“ Birtist í Fréttablaðinu Marokkó Utanríkismál Vestur-Sahara Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlýtur að hafa verið leidd í gildru. Þetta segir Lamia Radi, sendiherra Marokkó, um fund sem forsætisráðherra átti með Brahim Ghali, forseta Vestur-Sahara og leiðtoga þjóðfrelsishreyfingarinnar Polisario, fyrr í mánuðinum. Vestur-Sahara hefur verið undir stjórn Marokkó eins frá 1979 en Máritanar komu einnig að stjórn svæðisins frá 1957. Í dag halda Marokkómenn stærstum hluta svæðisins en Sahrawi-þjóðin, eða hið lýðræðislega lýðveldi Sahrawi-Araba, heldur minnihlutanum. Alls viðurkenna 84 aðildarríki Sameinuðu þjóðanna sjálfstæði Vestur-Sahara. Fjörutíu ríki hafa hins vegar „fryst“ viðurkenningu sína. Ísland er ekki á meðal þeirra ríkja sem hafa viðurkennt sjálfstæði. Fréttablaðið birti viðtal við Ghali fyrr í mánuðinum þar sem hann þakkaði forsætisráðherra kærlega fyrir fundinn og sagðist hafa rætt um þjáningu Sahrawi-þjóðarinnar og andspyrnuna gegn Marokkómönnum. Hann sagðist að auki hrifinn af Íslandi og kvaðst hafa lært um Íslendinga og sjálfstæðisbaráttu þeirra í öðrum bekk. Sendiherrann Radi segir að leiðtogar Polisario hafi í gegnum tíðina nýtt sér velvild annarra þjóða. „Þetta er of boðsleg tækifærismennska. Trúir þú því virkilega að, eins og hann sagði í viðtalinu, hann hafi lært um Ísland í spænskum nýlenduskóla, þá undir stjórn fasistans Franco? Þetta er bara einhver fullyrðing til að vekja samhug á meðal Íslendinga.“ Í viðtalinu ræddi Ghali um kúgun Marokkómanna og pólitíska fangelsun mótmælenda í Vestur-Sahara. Radi segir þetta af og frá. „Það býr næstum milljón á þessu svæði. Einungis örfá hundruð þeirra deila sjónarmiðum þessa manns. Þessi minnihluti þarf að vekja athygli á sér með því að ögra,“ segir Radi og tekur einnig fram að Marokkó sé ekki haldið „stækkunarkreddu“, eins og Ghali hélt fram. Þannig fullyrðingar séu undarlegar. Að sögn Radi grundvallast tilkall Marokkómanna til Vestur-Sahara á því að svæðið hafi tilheyrt Marokkó áður en Spánverjar og Frakkar eignuðu sér Marokkó árið 1912. „Marokkó er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera eitt fárra ríkja á jörðu sem var nýlenda tveggja ríkja á sama tíma. Vegna landfræðilegrar og strategískrar legu Marokkó, sem hefur aðgengi að Miðjarðarhafi, Atlantshafi og Afríku sunnan Sahara, sameinuðu þessi nýlenduveldi krafta sína gegn Marokkó og sundruðu ríkinu.“ Þá segir sendiherrann að á meðan unnið er að lausn á Vestur-Saharadeilunni undir handleiðslu Sameinuðu þjóðanna beri Marokkó skylda til þess að sjá íbúum svæðisins fyrir menntun, heilbrigðisaðstoð, innviðum og atvinnu. „Öryggisráð SÞ, Evrópusambandið og bandaríska öldungadeildin hafa öll sagt að þetta sé hlutverk og skylda Marokkó.“ Spænskir dómstólar opnuðu árið 2016 á ný rannsókn á Ghali þar sem hann er meðal annars sakaður um þjóðarmorð, stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyninu og pyntingar, samkvæmt fréttum meðal annars spænska miðilsins El País og breska ríkisútvarpsins. Glæpirnir eiga að hafa átt sér stað í Tindouf-flóttamannabúðunum í Alsír. Í samtali við Fréttablaðið sagði Ghali ásakanirnar rangar og tilhæfulausar. Andstæðingarnir í Marokkó væru sérfræðingar í að ljúga um leiðtoga Sahrawi-þjóðarinnar. Radi segir að þótt það eigi ekki að neita Ghali um að vera álitinn saklaus uns sekt er sönnuð þurfi að átta sig á alvarleika ásakananna. „Þessi manneskja er sökuð og sótt til saka í Evrópu fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð sem og alvarleg og endurtekin kynferðisbrot og nauðganir ungra kvenna í flóttamannabúðum,“ segir Radi og bætir við: „Ég harma það að fólk á Íslandi styðji og auki á sýnileika nokkurs með svo umdeilanlega ímynd.“
Birtist í Fréttablaðinu Marokkó Utanríkismál Vestur-Sahara Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Sjá meira