Markmiðið er að fara á HM í haust Hjörvar Ólafsson skrifar 24. apríl 2019 11:00 Sindri Hrafn stefnir á að bæta sig um tvo metra á árinu. Fréttablaðið/getty Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira
Sindri Hrafn Guðmundsson spjótkastari hefur verið að glíma við eymsli í baki undanfarnar vikur en stefnir á að snúa aftur á kastbrautina um miðjan maí. Þar ætlar hann að kasta á innanskólamóti þar sem hann stefnir að því að komast inn á NCAA-meistaramótið sem er sterkasta spjótkastskeppni bandarísku háskólanna. Sindri Hrafn lenti í þriðja sæti á NCAA í fyrrasumar en mótið er haldið í byrjun júní. Hann segir bakeymslin hafi haldið honum frá því að kasta síðustu vikur en meiðslin séu þó ekki alvarleg og muni ekki verða honum til trafala í sumar og í haust þegar heimsmeistaramótið fer fram. Sindri Hrafn er með það sem langtímamarkmið að ná lágmarki inn á heimsmeistaramótið. Til þess þarf hann að kasta 83 metra en hann á best 80,91 metra. Hann telur raunhæft að kasta yfir 83 metra á þessu ári. „Þessi meiðsli hafa verið að plaga mig og ég ákvað að taka mér hvíld til þess að vera ferskur fyrir NCAA. Ég ætti að eiga auðvelt með að kasta mig inn á það mót og mig langar mjög að gera betur þar en í fyrra. Bakmeiðslin eru bólgumyndun sem hefur gengið til baka og ég stefni á að kasta á innanskólamóti eftir tvær vikur,“ segir Sindri Hrafn í samtali við Fréttablaðið. „Þegar skólanum er lokið og eftir NCAA mun ég koma heim og æfa undir stjórn Einars Vilhjálmssonar og taka þátt í Meistaramóti Íslands og þeim mótum sem eru heima í sumar. Þá er ég að pæla í að taka þátt í móti í Gautaborg. Á þessum mótum er ég með það að markmiði að kasta yfir 83 metra og tryggja mig inn á heimsmeistaramótið sem haldið er næsta haust,“ segir hann enn fremur um framhaldið. „Ég á best 80,91 metra og ég tel það klárlega vel mögulegt að fara yfir 83 metrana á þessu ári. Mitt besta kast kom á síðasta ári og mér finnst ég alveg klárlega eiga nokkra metra inni. Bakið ætti ekki að koma í veg fyrir að ég nái því markmiði að keppa á heimsmeistaramótinu. Nú verð ég bara að æfa vel þegar bakið er komið í lag og halda áfram að bæta mig,“ segir Sindri um væntingar sínar fyrir það sem eftir er árs. Sindri stundar nám og æfir í Utah í Bandaríkjunum en hann á eitt ár eftir af skólanum. Hann segist ekki vera farinn að pæla í því hvað hann gerir eftir það. „Það eru fínar aðstæður hér til þess að æfa og keppa þrátt fyrir að það sé snjóþungt á veturna. Það er orðið hlýtt núna og aðstæður eins og best verður á kosið. Mér líður vel hérna úti og ég hef bætt mig jafnt og þétt meðan á dvöl minni hefur staðið. Ég er ekki farinn að pæla í því hvað ég geri næsta vor enda nægur tími til þess að pæla í því,“ segir hann um framtíðina.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Enski boltinn Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Fótbolti Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Aldarfjórðungur síðan Mourinho hóf ferilinn með Benfica Hvort liðið ætlar að halda í við Liverpool? Elskar að spila fyrir Moyes sem hefur endurvakið feril hans Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Topplið Juventus missteig sig „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Gagnrýndi leikjaálagið eftir sigurinn gegn Everton „Vissi ekki hvernig ég ætti að haga mér“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Úlfarnir stigalausir í botnsætinu | Palace í Meistaradeildarsæti Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Mikael Egill opnaði markareikning sinn hjá Genoa Sigursæl boðhlaupssveit Bandaríkjanna óvænt úr leik Madríd með fullt hús stiga á toppnum Sjálfsmark bjargaði jafntefli í hús fyrir Tottenham Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Sjá meira