Órangútan til Víkur Einar Freyr Elínarson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Í þáttunum Jörðin okkar sem sýndir eru á Netflix er m.a. sagt frá regnskógum jarðar og því lýst hvernig líffræðilegri fjölbreytni er stórlega ógnað. Maðurinn hefur umbreytt 27 milljónum hektara af regnskógum í svæði þar sem nú eru bara olíupálmatré sem gefa mikla uppskeru en ógna samt fjölbreytileikanum. Skógar sem hafa verið heimkynni órangútana hafa á síðustu áratugum rýrnað um 75%. Fjölbreytileiki er nefnilega grundvallarforsenda heilbrigðs og sjálfbærs samfélags. Á síðustu áratugum höfum við séð aukna einhæfni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Störf sem krefjast sérfræðiþekkingar hafa eins og órangútanarnir þjappast saman á smærra landsvæði. Við höfum séð gríðarlegan vöxt víða um land vegna aukinnar ferðaþjónustu en lögmálið um samþjöppun starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðið ríkir enn. Til þess að okkur takist að búa til sjálfbært samfélag þá verður að koma til fjölbreyttari samsetning fyrirtækja og íbúa. Íbúar Mýrdalshrepps hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að því að gera svæðið samkeppnishæft, t.a.m. með lagningu ljósleiðara. Þetta samkeppnishæfa samfélag sem okkur hefur tekist að skapa hefur alla þá innviði sem þarf til þess að þjónusta fjölbreytt atvinnulíf. Þar leikur ríkið stórt hlutverk sem atvinnurekandi. Við erum búin að plægja akurinn, nú þarf bara að sá í hann. Við þurfum ekki órangútan til Víkur en eins og hann þá þurfum við meiri fjölbreytileika til að þrífast sem best. Vík í Mýrdal hefur alla burði til þess að vera lifandi kaupstaður sem iðar af mannlífi og fjölbreyttu atvinnulífi. Til að ná því markmiði þarf ríkið að vinna með okkur. Þjóðskrá Íslands, Samgöngustofa, Mannvirkjastofnun; það skiptir raunverulega ekki máli hvaða nafn stofnunin ber. Við getum tekið á móti hverri sem er. Við erum tilbúin og bíðum nú spennt eftir því að alþingismenn og ráðherrar sýni að þeim sé alvara þegar þeir tala um að efla dreifða byggð í landinu.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Sjá meira
Í þáttunum Jörðin okkar sem sýndir eru á Netflix er m.a. sagt frá regnskógum jarðar og því lýst hvernig líffræðilegri fjölbreytni er stórlega ógnað. Maðurinn hefur umbreytt 27 milljónum hektara af regnskógum í svæði þar sem nú eru bara olíupálmatré sem gefa mikla uppskeru en ógna samt fjölbreytileikanum. Skógar sem hafa verið heimkynni órangútana hafa á síðustu áratugum rýrnað um 75%. Fjölbreytileiki er nefnilega grundvallarforsenda heilbrigðs og sjálfbærs samfélags. Á síðustu áratugum höfum við séð aukna einhæfni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Störf sem krefjast sérfræðiþekkingar hafa eins og órangútanarnir þjappast saman á smærra landsvæði. Við höfum séð gríðarlegan vöxt víða um land vegna aukinnar ferðaþjónustu en lögmálið um samþjöppun starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðið ríkir enn. Til þess að okkur takist að búa til sjálfbært samfélag þá verður að koma til fjölbreyttari samsetning fyrirtækja og íbúa. Íbúar Mýrdalshrepps hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að því að gera svæðið samkeppnishæft, t.a.m. með lagningu ljósleiðara. Þetta samkeppnishæfa samfélag sem okkur hefur tekist að skapa hefur alla þá innviði sem þarf til þess að þjónusta fjölbreytt atvinnulíf. Þar leikur ríkið stórt hlutverk sem atvinnurekandi. Við erum búin að plægja akurinn, nú þarf bara að sá í hann. Við þurfum ekki órangútan til Víkur en eins og hann þá þurfum við meiri fjölbreytileika til að þrífast sem best. Vík í Mýrdal hefur alla burði til þess að vera lifandi kaupstaður sem iðar af mannlífi og fjölbreyttu atvinnulífi. Til að ná því markmiði þarf ríkið að vinna með okkur. Þjóðskrá Íslands, Samgöngustofa, Mannvirkjastofnun; það skiptir raunverulega ekki máli hvaða nafn stofnunin ber. Við getum tekið á móti hverri sem er. Við erum tilbúin og bíðum nú spennt eftir því að alþingismenn og ráðherrar sýni að þeim sé alvara þegar þeir tala um að efla dreifða byggð í landinu.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar