Órangútan til Víkur Einar Freyr Elínarson skrifar 24. apríl 2019 07:00 Í þáttunum Jörðin okkar sem sýndir eru á Netflix er m.a. sagt frá regnskógum jarðar og því lýst hvernig líffræðilegri fjölbreytni er stórlega ógnað. Maðurinn hefur umbreytt 27 milljónum hektara af regnskógum í svæði þar sem nú eru bara olíupálmatré sem gefa mikla uppskeru en ógna samt fjölbreytileikanum. Skógar sem hafa verið heimkynni órangútana hafa á síðustu áratugum rýrnað um 75%. Fjölbreytileiki er nefnilega grundvallarforsenda heilbrigðs og sjálfbærs samfélags. Á síðustu áratugum höfum við séð aukna einhæfni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Störf sem krefjast sérfræðiþekkingar hafa eins og órangútanarnir þjappast saman á smærra landsvæði. Við höfum séð gríðarlegan vöxt víða um land vegna aukinnar ferðaþjónustu en lögmálið um samþjöppun starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðið ríkir enn. Til þess að okkur takist að búa til sjálfbært samfélag þá verður að koma til fjölbreyttari samsetning fyrirtækja og íbúa. Íbúar Mýrdalshrepps hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að því að gera svæðið samkeppnishæft, t.a.m. með lagningu ljósleiðara. Þetta samkeppnishæfa samfélag sem okkur hefur tekist að skapa hefur alla þá innviði sem þarf til þess að þjónusta fjölbreytt atvinnulíf. Þar leikur ríkið stórt hlutverk sem atvinnurekandi. Við erum búin að plægja akurinn, nú þarf bara að sá í hann. Við þurfum ekki órangútan til Víkur en eins og hann þá þurfum við meiri fjölbreytileika til að þrífast sem best. Vík í Mýrdal hefur alla burði til þess að vera lifandi kaupstaður sem iðar af mannlífi og fjölbreyttu atvinnulífi. Til að ná því markmiði þarf ríkið að vinna með okkur. Þjóðskrá Íslands, Samgöngustofa, Mannvirkjastofnun; það skiptir raunverulega ekki máli hvaða nafn stofnunin ber. Við getum tekið á móti hverri sem er. Við erum tilbúin og bíðum nú spennt eftir því að alþingismenn og ráðherrar sýni að þeim sé alvara þegar þeir tala um að efla dreifða byggð í landinu.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Freyr Elínarson Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Í þáttunum Jörðin okkar sem sýndir eru á Netflix er m.a. sagt frá regnskógum jarðar og því lýst hvernig líffræðilegri fjölbreytni er stórlega ógnað. Maðurinn hefur umbreytt 27 milljónum hektara af regnskógum í svæði þar sem nú eru bara olíupálmatré sem gefa mikla uppskeru en ógna samt fjölbreytileikanum. Skógar sem hafa verið heimkynni órangútana hafa á síðustu áratugum rýrnað um 75%. Fjölbreytileiki er nefnilega grundvallarforsenda heilbrigðs og sjálfbærs samfélags. Á síðustu áratugum höfum við séð aukna einhæfni í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Störf sem krefjast sérfræðiþekkingar hafa eins og órangútanarnir þjappast saman á smærra landsvæði. Við höfum séð gríðarlegan vöxt víða um land vegna aukinnar ferðaþjónustu en lögmálið um samþjöppun starfa á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðið ríkir enn. Til þess að okkur takist að búa til sjálfbært samfélag þá verður að koma til fjölbreyttari samsetning fyrirtækja og íbúa. Íbúar Mýrdalshrepps hafa á síðustu árum unnið hörðum höndum að því að gera svæðið samkeppnishæft, t.a.m. með lagningu ljósleiðara. Þetta samkeppnishæfa samfélag sem okkur hefur tekist að skapa hefur alla þá innviði sem þarf til þess að þjónusta fjölbreytt atvinnulíf. Þar leikur ríkið stórt hlutverk sem atvinnurekandi. Við erum búin að plægja akurinn, nú þarf bara að sá í hann. Við þurfum ekki órangútan til Víkur en eins og hann þá þurfum við meiri fjölbreytileika til að þrífast sem best. Vík í Mýrdal hefur alla burði til þess að vera lifandi kaupstaður sem iðar af mannlífi og fjölbreyttu atvinnulífi. Til að ná því markmiði þarf ríkið að vinna með okkur. Þjóðskrá Íslands, Samgöngustofa, Mannvirkjastofnun; það skiptir raunverulega ekki máli hvaða nafn stofnunin ber. Við getum tekið á móti hverri sem er. Við erum tilbúin og bíðum nú spennt eftir því að alþingismenn og ráðherrar sýni að þeim sé alvara þegar þeir tala um að efla dreifða byggð í landinu.Höfundur er oddviti Mýrdalshrepps.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar