Samþykkt samninga fagnað Sighvatur Arnmundsson skrifar 25. apríl 2019 08:15 Katrín Jakobsdóttir segir það fagnaðarefni að kjarasamningar hafi verið samþykktir. Fréttablaðið/Ernir „Þarna sjáum við órofa samstöðu atvinnurekenda um þá launastefnu sem mörkuð er í lífskjarasamningnum. Það er ekki hægt að túlka atkvæðagreiðsluna með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Aðildarfélög SA samþykktu samningana með 98 prósentum greiddra atkvæða og var þátttakan um 74 prósent. „Það er mjög ánægjulegt og sendir mjög skýr skilaboð frá atvinnurekendum.“ Nokkur umræða hefur skapast vegna verðhækkana sem einhver fyrirtæki hafa boðað vegna samninganna. „Eitt af yfirmarkmiðum kjarasamningsins er verðstöðugleiki og ég á ekki von á því að almennar hækkanir verði til þess að tefla því markmiði í hættu,“ segir Halldór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni að samningarnir hafi verið samþykktir. „Enda fela þeir í sér heilmikil tíðindi því uppbygging þeirra er nýmæli. Ég vona að þetta feli í sér tækifæri og verði til gæfu fyrir íslenskan almenning og íslenskt launafólk,“ segir Katrín. Hluti af samningunum eru ýmsar aðgerðir stjórnvalda, meðal annars í skatta- og húsnæðismálum auk hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs. „Ég er búin leggja fyrir ríkisstjórn aðgerðaplan þar sem aðgerðum er skipt niður á ráðherra og ráðuneyti. Þetta er einn áfangi á lengri leið þar sem við erum núna að setja mjög mörg verkefni af stað og önnur lengra komin,“ segir Katrín. Hún segist ætla að funda með aðilum vinnumarkaðarins í maímánuði og kynna þeim stöðuna á einstökum verkefnum. Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) samþykktu samninginn. Í heildina voru um 80 prósent hlynnt samningnum en rúm 17 prósent á móti. Í aðeins tveimur félögum var stuðningur við samninginn undir 70 prósentum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, var ánægður með niðurstöðurnar en 77 prósent félagsmanna samþykktu samninginn. „Við erum mjög ánægð að sjá að félagsmenn bera traust til þess að þetta hafi verið ásættanleg niðurstaða og það er auðvitað jákvætt að finna það,“ segir Viðar. Hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna var svipað uppi á teningnum. Þar samþykktu rúm 88 prósent samninginn en tæp tíu prósent vildu hafna honum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR, segist sáttur við afgerandi niðurstöðu. „Þetta er það afgerandi að það er leiðbeinandi niðurstaða um að við séum réttri braut.“ Hann hefur þó áhyggjur af fréttum um verðhækkanir. „Verði þessar hækkanir hjá þessum fyrirtækjum að veruleika munum við bregðast mjög harkalega við þessu vantrausti sem þessi fyrirtæki eru að reyna að mynda með gjá á milli vinnumarkaðarins og okkar sem erum reyna að fara í þessa jákvæðu vegferð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Verslunarmenn samþykktu samninga með miklum meirihluta Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir. 24. apríl 2019 15:22 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. 24. apríl 2019 19:15 Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. 24. apríl 2019 12:17 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
„Þarna sjáum við órofa samstöðu atvinnurekenda um þá launastefnu sem mörkuð er í lífskjarasamningnum. Það er ekki hægt að túlka atkvæðagreiðsluna með öðrum hætti,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). Aðildarfélög SA samþykktu samningana með 98 prósentum greiddra atkvæða og var þátttakan um 74 prósent. „Það er mjög ánægjulegt og sendir mjög skýr skilaboð frá atvinnurekendum.“ Nokkur umræða hefur skapast vegna verðhækkana sem einhver fyrirtæki hafa boðað vegna samninganna. „Eitt af yfirmarkmiðum kjarasamningsins er verðstöðugleiki og ég á ekki von á því að almennar hækkanir verði til þess að tefla því markmiði í hættu,“ segir Halldór. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það að sjálfsögðu mikið fagnaðarefni að samningarnir hafi verið samþykktir. „Enda fela þeir í sér heilmikil tíðindi því uppbygging þeirra er nýmæli. Ég vona að þetta feli í sér tækifæri og verði til gæfu fyrir íslenskan almenning og íslenskt launafólk,“ segir Katrín. Hluti af samningunum eru ýmsar aðgerðir stjórnvalda, meðal annars í skatta- og húsnæðismálum auk hækkunar barnabóta og lengingar fæðingarorlofs. „Ég er búin leggja fyrir ríkisstjórn aðgerðaplan þar sem aðgerðum er skipt niður á ráðherra og ráðuneyti. Þetta er einn áfangi á lengri leið þar sem við erum núna að setja mjög mörg verkefni af stað og önnur lengra komin,“ segir Katrín. Hún segist ætla að funda með aðilum vinnumarkaðarins í maímánuði og kynna þeim stöðuna á einstökum verkefnum. Öll aðildarfélög Starfsgreinasambandsins (SGS) samþykktu samninginn. Í heildina voru um 80 prósent hlynnt samningnum en rúm 17 prósent á móti. Í aðeins tveimur félögum var stuðningur við samninginn undir 70 prósentum. Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar sem er stærsta aðildarfélag SGS, var ánægður með niðurstöðurnar en 77 prósent félagsmanna samþykktu samninginn. „Við erum mjög ánægð að sjá að félagsmenn bera traust til þess að þetta hafi verið ásættanleg niðurstaða og það er auðvitað jákvætt að finna það,“ segir Viðar. Hjá Landssambandi íslenskra verslunarmanna var svipað uppi á teningnum. Þar samþykktu rúm 88 prósent samninginn en tæp tíu prósent vildu hafna honum. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður LÍV og VR, segist sáttur við afgerandi niðurstöðu. „Þetta er það afgerandi að það er leiðbeinandi niðurstaða um að við séum réttri braut.“ Hann hefur þó áhyggjur af fréttum um verðhækkanir. „Verði þessar hækkanir hjá þessum fyrirtækjum að veruleika munum við bregðast mjög harkalega við þessu vantrausti sem þessi fyrirtæki eru að reyna að mynda með gjá á milli vinnumarkaðarins og okkar sem erum reyna að fara í þessa jákvæðu vegferð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16 Verslunarmenn samþykktu samninga með miklum meirihluta Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir. 24. apríl 2019 15:22 Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06 Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. 24. apríl 2019 19:15 Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. 24. apríl 2019 12:17 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Efling samþykkir nýjan kjarasamning: Skora á ríkisvaldið og SA að standa sína plikt Nýr kjarasamningur var samþykktur með miklum meirihluta. 24. apríl 2019 10:16
Verslunarmenn samþykktu samninga með miklum meirihluta Niðurstöður rafrænna atkvæðagreiðslna aðildarfélaga Landssambands íslenskra verzlunarmanna um nýgerða kjarasamninga liggja nú fyrir. 24. apríl 2019 15:22
Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga Já sögðu 6.277 félagsmenn og nei 700, eða 9,85%. Auð atkvæði voru 127 eða 1,7 prósent. 24. apríl 2019 11:06
Verkalýðsforystan minnir á uppsagnarákvæði kjarasamninga Verkalýðsforystan varar fyrirtæki við því að grafa undan samningunum með verðhækkunum sem verði mætt með hörku og jafnvel uppsögn samninga í september á næsta ári. 24. apríl 2019 19:15
Munaði aðeins einu atkvæði hjá Öldunni: „Menn greiddu atkvæði með hlutleysi núna“ Það munaði aðeins einu atkvæði á þeim sem studdu samninginn og þeim sem höfnuðu honum. 24. apríl 2019 12:17