Lífið

Hvernig gerir maður mat eins og Michelin kokkur?

Sylvía Hall skrifar
Vala Matt heimsótti nokkra af glæsilegustu veitingastöðum landsins.
Vala Matt heimsótti nokkra af glæsilegustu veitingastöðum landsins. Vísir

Hvernig gerir maður dásamlegt graslauksmajones eða capers smjör eins og Michelin verðlaunakokkur?

Vala Matt fór í leiðangur fyrir Ísland í dag og skoðaði nokkra íslenska veitingastaði sem hafa fengið hin frægu Michelin meðmæli sem er einn eftirsóttasti gæðastimpillinn í veitingahúsaheiminum.

Við kynnumst töfrum krydda og óvenjulegra rétta sem einnig er hægt búa til og njóta heima í eldhúsi líkt og við værum á glæsilegum Michelin veitingastað.

Vala heimsótti veitingastaðina Skál í Mathöllinni á Hlemmi, Nostra í gamla Kjörgarðshúsinu á Laugaveginum, Mat og drykk úti á Granda og veitingastaðina Sumac og Óx á Laugavegi.

Þá spjallaði Vala við veitingahúsafólkið Gísla Matthías Auðunsson, Elmu Backman, Jóhönnu Jakobsdóttur og Þráinn Frey Vigfússon og fékk hjá þeim góð ráð fyrir eldamennskuna.

Þáttinn má sjá hér að neðan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×