Myndskeið af árásarmanni birt Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2019 15:37 Eitt fórnarlamba árásanna í Srí Lanka borið til grafar. Getty/Chamila Karunarathne Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. Fréttastofa Sky news birti myndband af árásarmanninum úr öryggismyndavél við hótelið. Maðurinn, sem ber nafnið Abdul Lathief Jameel Muhamed, er talinn hafa framið voðaverkið, en hann var stúdent í Bretlandi á árunum 2006-2007. Í myndbandinu, sem tekið var upp á öryggismyndavél fyrir utan hótelið, sést Muhamed standa fyrir utan hótelið áður en hann, talinn íklæddur sprengjuvesti, virkjaði sprengjuna. Myndbandið kom fram eftir að lögreglan í Srí Lanka lagði fram beiðni um að fá upplýsingar um þrjár konur og einn mann sem talin eru hafa átt aðild að árásunum. Lögreglan birti myndir af þeim grunuðu, sem öll virðast vera á þrítugs aldri, en tóku ekki fram hvernig fjórmenningarnir tengdust árásunum. Mohamed er talinn vera einn þeirra níu sem frömdu árásirnar, sem beint var að kirkjum og hótelum á Srí Lanka, sem bönuðu 253 einstaklingum og særðu meira en 500. Borin hafa verið kennsl á átta af þeim níu sem frömdu sjálfsvígsárásirnar, en Ruwan Wijewardene, varnarmálaráðherra landsins, sagði þau öll hafa verið vel menntuð og af vel efnuðu fólki komin. Kona, sem talin er hafa verið eiginkona eins sjálfsvígssprengjumannanna, sprengdi sig í loft upp á heimili tengdaföður síns, sem hefur nú verið tekinn í varðhald, samkvæmt fyrrverandi sjóhersforingja Srí Lanka. Tveir sona hans eru sagðir hafa verið sprengjumenn. Mohamad, sem var fæddur árið 1982, er talinn hafa stundað nám í suðaustur Englandi á árunum 2006-2007. Hann kláraði síðar nám í Ástralíu áður en hann flutti aftur til Srí Lanka. Lögreglan hefur að svo stöddu handtekið 60 manns í tengslum við málið, sem allir eru ríkisborgarar Srí Lanka og 32 þeirra eru enn í varðhaldi. Yfirvöld hafa sagt hópinn National Thowfeek Jamaath hópinn bera ábyrgð á árásunum en á þriðjudag tóku samtök sem kenna sig við íslamskt ríki ábyrgð á voðaverkunum rétt áður en þau birtu myndskeið af leiðtoga National Thowfeek Jamaath hópsins sverja Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur játað að leyniþjónusta landsins hafi búið yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar hefðu þær verið nýttar á réttan hátt. Hann sagði upplýsingaflæði ekki hafa verið nógu gott. Lakshman Kiriella, þingforseti Srí Lanka, sagði hátt setta leyniþjónustumenn hafa leynt upplýsingunum viljandi og að upplýsingarnar hafi verið til staðar, en háttsettir leyniþjónustumenn hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir. „Einhver stjórnar þessum háttsettu leyniþjónustumönnum. Varnarmálaráðið er að taka þátt í stjórnmálum. Þetta verður að rannsaka.“Uppfært kl. 17:15Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tala látinna væri 359 en nýjar tölur hafa síðan komið fram og er tala látinna nú 253. Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Myndskeið hefur verið birt sem sýnir mann sem talinn er hafa sprengt eitt hótelanna í Srí Lanka, fyrir utan Tropical Inn hótelið í Dehiwala rétt áður en sprengingin varð. Fréttastofa Sky news birti myndband af árásarmanninum úr öryggismyndavél við hótelið. Maðurinn, sem ber nafnið Abdul Lathief Jameel Muhamed, er talinn hafa framið voðaverkið, en hann var stúdent í Bretlandi á árunum 2006-2007. Í myndbandinu, sem tekið var upp á öryggismyndavél fyrir utan hótelið, sést Muhamed standa fyrir utan hótelið áður en hann, talinn íklæddur sprengjuvesti, virkjaði sprengjuna. Myndbandið kom fram eftir að lögreglan í Srí Lanka lagði fram beiðni um að fá upplýsingar um þrjár konur og einn mann sem talin eru hafa átt aðild að árásunum. Lögreglan birti myndir af þeim grunuðu, sem öll virðast vera á þrítugs aldri, en tóku ekki fram hvernig fjórmenningarnir tengdust árásunum. Mohamed er talinn vera einn þeirra níu sem frömdu árásirnar, sem beint var að kirkjum og hótelum á Srí Lanka, sem bönuðu 253 einstaklingum og særðu meira en 500. Borin hafa verið kennsl á átta af þeim níu sem frömdu sjálfsvígsárásirnar, en Ruwan Wijewardene, varnarmálaráðherra landsins, sagði þau öll hafa verið vel menntuð og af vel efnuðu fólki komin. Kona, sem talin er hafa verið eiginkona eins sjálfsvígssprengjumannanna, sprengdi sig í loft upp á heimili tengdaföður síns, sem hefur nú verið tekinn í varðhald, samkvæmt fyrrverandi sjóhersforingja Srí Lanka. Tveir sona hans eru sagðir hafa verið sprengjumenn. Mohamad, sem var fæddur árið 1982, er talinn hafa stundað nám í suðaustur Englandi á árunum 2006-2007. Hann kláraði síðar nám í Ástralíu áður en hann flutti aftur til Srí Lanka. Lögreglan hefur að svo stöddu handtekið 60 manns í tengslum við málið, sem allir eru ríkisborgarar Srí Lanka og 32 þeirra eru enn í varðhaldi. Yfirvöld hafa sagt hópinn National Thowfeek Jamaath hópinn bera ábyrgð á árásunum en á þriðjudag tóku samtök sem kenna sig við íslamskt ríki ábyrgð á voðaverkunum rétt áður en þau birtu myndskeið af leiðtoga National Thowfeek Jamaath hópsins sverja Abu Bakr al Baghdadi, leiðtoga samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki, hollustu sína. Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur játað að leyniþjónusta landsins hafi búið yfir upplýsingum sem hefðu getað komið í veg fyrir árásirnar hefðu þær verið nýttar á réttan hátt. Hann sagði upplýsingaflæði ekki hafa verið nógu gott. Lakshman Kiriella, þingforseti Srí Lanka, sagði hátt setta leyniþjónustumenn hafa leynt upplýsingunum viljandi og að upplýsingarnar hafi verið til staðar, en háttsettir leyniþjónustumenn hafi ekki gert viðeigandi ráðstafanir. „Einhver stjórnar þessum háttsettu leyniþjónustumönnum. Varnarmálaráðið er að taka þátt í stjórnmálum. Þetta verður að rannsaka.“Uppfært kl. 17:15Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar kom fram að tala látinna væri 359 en nýjar tölur hafa síðan komið fram og er tala látinna nú 253.
Hryðjuverk á Srí Lanka Srí Lanka Tengdar fréttir Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30 Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00 ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06 Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09 Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Krafist afsagna vegna árásanna í Srí Lanka Minnst 359 manns létu lífið og 500 særðust þegar minnst sex manns sprengdu sig í loft upp á sex mismunandi stöðum um páskana. 24. apríl 2019 16:30
Viðurkenna mistök sín Að minnsta kosti 359 fórust í árásunum og rúmlega fimm hundruð særðust. 25. apríl 2019 08:00
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01
Tala látinna í Srí Lanka fer enn hækkandi Forseti Srí Lanka heitir því að yfirfara allar öryggisráðstafanir í landinu eftir hryðjuverkaárásirnar á páskadag. Tala látinna er nú komin í 359 og rúmlega 500 eru særð. 24. apríl 2019 08:06
Fjörutíu handteknir á Srí Lanka Fjörutíu voru handteknir á Srí Lanka í nótt eftir að neyðarástand tók þar gildi og lögregla reynir að hafa hendur í hári þeirra sem skipulögðu sprengjuárásirnar í landinu um páskana. 23. apríl 2019 07:09