Ranil Wickremesinghe, forsætisráðherra Srí Lanka, hefur ekki í huga að segja af sér. Þetta sagði hann við BBC í gær. Ítarlega hefur verið fjallað um það undanfarna daga að srílanska leyniþjónustan fékk upplýsingar um að hryðjuverkaárásir gætu verið yfirvofandi. Upplýsingarnar komust ekki til stjórnvalda og svo fór að um 250 fórust í árásum á páskadag.
Nú þegar hefur varnarmálaráðherra sagt af sér vegna málsins. Srílanskir stjórnmálamenn hafa sagt að ef upplýsingarnar hefðu komist á réttan stað hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásirnar eða takmarka skaðann.
„Ef við hefðum haft einhverja hugmynd en ekki gert neitt í málinu þá hefði ég sagt af mér tafarlaust. En hvað á maður að gera þegar maður fær ekki neinar upplýsingar?“ spurði Wickremesingje í viðtalinu.
Maithripala Sirisena forseti greindi frá því í gær að Zahran Hashim, öfgafullur predikari og meintur höfuðpaur árásanna, hafi látist er hann gerði árás á Shangri-La hótelið í Colombo.
Erlent
Hyggst ekki segja af sér
Tengdar fréttir
Leiðtogi árásarmannanna sprengdi sig einnig í loft upp
Zahran Hashim, sem leiðir samtökin National Thowheeth Jama'ath (NTJ), er sagður hafa framkvæmt árásina á Shangri-La hótelinu ásamt öðrum árásarmanni.