Rakhnífur Ockhams Davíð Þorláksson skrifar 10. apríl 2019 07:30 Popúlismi hefur farið vaxandi á Vesturlöndum eftir alþjóðlegu efnahagskreppuna 2008. Svo vaxandi er hún að forseti Bandaríkjanna tilheyrir m.a.s. þeim hópi. Stjórnmálamenn sem aðhyllast hana beita gamalkunnum ráðum til að þjappa fólki á bak við hana. Þær snúast um að búa til sameiginlega óvini og nota falsfréttir og samsæriskenningar til að fylkja fólki gegn þeim. Í löndunum í kringum okkur eru þessir óvinir oftast innflytjendur. Íslenskir popúlistar hafa hins vegar ákveðið að gera óvin úr Evrópska efnahagssvæðinu og þriðja orkupakkanum. Því er haldið fram að hið illa og lævísa Evrópusamband ætli að stela af okkur sjálfri orkuauðlindinni með því að neyða okkur til að leggja sæstreng og virkja alla bæjarlæki landsins. Eins og stjórnvöld og fjöldi lögfræðinga hafa margoft bent á þá er þetta auðvitað tóm þvæla. Stjórn orkumála á Íslandi verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda og það verður ekki lagður sæstrengur án samþykkis Alþingis. Þriðji orkupakkinn bætir litlu við þá fyrstu tvo öðru en aukinni neytendavernd. Orkupakkarnir hafa fært orkumarkaðinn frá einokun til samkeppni sem er heillaspor fyrir alla landsmenn. Það gilda nefnilega engin sérstök lögmál um orkumarkað sem gera það að verkum að samkeppni eigi ekki heima þar. Andstæðingar orkupakkans þurfa að fara miklar krókaleiðir til að komast að niðurstöðum sínum. Þannig er það iðulega með samsæriskenningar popúlista. Ástæðan er sú að þriðji orkupakkinn er notaður sem tylliástæða til að grafa undan áliti fólks á Evrópska efnahagssvæðinu. En eins og Vilhjálmur af Ockham kenndi okkur þá er einfaldasta skýringin yfirleitt sönn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun
Popúlismi hefur farið vaxandi á Vesturlöndum eftir alþjóðlegu efnahagskreppuna 2008. Svo vaxandi er hún að forseti Bandaríkjanna tilheyrir m.a.s. þeim hópi. Stjórnmálamenn sem aðhyllast hana beita gamalkunnum ráðum til að þjappa fólki á bak við hana. Þær snúast um að búa til sameiginlega óvini og nota falsfréttir og samsæriskenningar til að fylkja fólki gegn þeim. Í löndunum í kringum okkur eru þessir óvinir oftast innflytjendur. Íslenskir popúlistar hafa hins vegar ákveðið að gera óvin úr Evrópska efnahagssvæðinu og þriðja orkupakkanum. Því er haldið fram að hið illa og lævísa Evrópusamband ætli að stela af okkur sjálfri orkuauðlindinni með því að neyða okkur til að leggja sæstreng og virkja alla bæjarlæki landsins. Eins og stjórnvöld og fjöldi lögfræðinga hafa margoft bent á þá er þetta auðvitað tóm þvæla. Stjórn orkumála á Íslandi verður áfram í höndum íslenskra stjórnvalda og það verður ekki lagður sæstrengur án samþykkis Alþingis. Þriðji orkupakkinn bætir litlu við þá fyrstu tvo öðru en aukinni neytendavernd. Orkupakkarnir hafa fært orkumarkaðinn frá einokun til samkeppni sem er heillaspor fyrir alla landsmenn. Það gilda nefnilega engin sérstök lögmál um orkumarkað sem gera það að verkum að samkeppni eigi ekki heima þar. Andstæðingar orkupakkans þurfa að fara miklar krókaleiðir til að komast að niðurstöðum sínum. Þannig er það iðulega með samsæriskenningar popúlista. Ástæðan er sú að þriðji orkupakkinn er notaður sem tylliástæða til að grafa undan áliti fólks á Evrópska efnahagssvæðinu. En eins og Vilhjálmur af Ockham kenndi okkur þá er einfaldasta skýringin yfirleitt sönn.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun