Svíar leita til Íslands með veiðifyrirkomulag Karl Lúðvíksson skrifar 11. apríl 2019 10:22 Jóhann flytur fyrirlesturinn á Fiskeforum Karl Gústav Svíakonungur setti ráðstefnuna. Það veiðifyrirkomulag sem þekkist hérlendis um takmarkaðan stangarfjölda á veiðisvæðum þykir eftirsóknarvert. Það er oft takmörkun á fjölda stanga á mörgum veiðisvæðum í heiminum en alls ekki alls staðar. Oft er takmörkunin á stangarfjölda mun meiri en við Íslendingar gætum kallað eðlilegt og nú leita til dæmi Svíar til Íslendinga sem fyrirmynd. Jóhann Davíð Sölu- og markaðsstjóri hjá Lax-Á þáði boð frá sænska landbúnaðarráðuneytinu um að halda fyrirlestur á ráðstefnunni „Fiskeforum“ sem var haldin í Stokkhólmi nú í apríl. Tilgangurinn með ráðstefnunni var að ræða stangaveiðar í Svíþjóð og komu saman þar helstu hagsmunaðilar til að ræða hvernig hægt væri að stuðla að framgangi greinarinnar. Karl Gústaf Svíakonungur setti ráðstefnuna og meðal gesta var auk hans hátignar sænski landbúnaðarráðherrann, Jennie Nilson, og nokkrir þingmenn. Jóhann Davíð var fenginn til að halda fyrirlestur sem nefndist á ensku: „Fishing tourism success factors in Iceland“. „Ég var fenginn til að deila með Svíunum hvernig kerfið er uppbyggt hér á landi en það er nokkurð frábrugðið því sem þeir eiga að venjast í Svíþjóð. Við höfum náð það góðum árangri hér að eftir því er tekið. Í örstuttu máli má segja að ég hafi verið að kynna fyrir þeim að hægt sé að gera upplifunina betri með því að fækka stöngum á hverju svæði. Og þeim þótti mjög merkilegt að heyra um lög á Íslandi sem gerðu mönnum skylt að stofna veiðfélag um hverja á og hvernig við höfum unnið úr þessu í framhaldi. Eins og þetta er uppbyggt núna í Svíþjóð er lítið um stangartakmarkanir á hverju vatnasvæði og þar af leiðandi er erfitt að markaðssetja þetta fyrir ferðamenn. Fyrirlesturinn vakti nokkra lukku þó ég segi sjálfur frá og kóngurinn hló á réttum stöðum!“ sagði Jóhann í samtali við Veiðivísi. Hægt er að skoða fyrirlesturinn og úrdrátt úr kynningunni með því að smella hér. Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði
Karl Gústav Svíakonungur setti ráðstefnuna. Það veiðifyrirkomulag sem þekkist hérlendis um takmarkaðan stangarfjölda á veiðisvæðum þykir eftirsóknarvert. Það er oft takmörkun á fjölda stanga á mörgum veiðisvæðum í heiminum en alls ekki alls staðar. Oft er takmörkunin á stangarfjölda mun meiri en við Íslendingar gætum kallað eðlilegt og nú leita til dæmi Svíar til Íslendinga sem fyrirmynd. Jóhann Davíð Sölu- og markaðsstjóri hjá Lax-Á þáði boð frá sænska landbúnaðarráðuneytinu um að halda fyrirlestur á ráðstefnunni „Fiskeforum“ sem var haldin í Stokkhólmi nú í apríl. Tilgangurinn með ráðstefnunni var að ræða stangaveiðar í Svíþjóð og komu saman þar helstu hagsmunaðilar til að ræða hvernig hægt væri að stuðla að framgangi greinarinnar. Karl Gústaf Svíakonungur setti ráðstefnuna og meðal gesta var auk hans hátignar sænski landbúnaðarráðherrann, Jennie Nilson, og nokkrir þingmenn. Jóhann Davíð var fenginn til að halda fyrirlestur sem nefndist á ensku: „Fishing tourism success factors in Iceland“. „Ég var fenginn til að deila með Svíunum hvernig kerfið er uppbyggt hér á landi en það er nokkurð frábrugðið því sem þeir eiga að venjast í Svíþjóð. Við höfum náð það góðum árangri hér að eftir því er tekið. Í örstuttu máli má segja að ég hafi verið að kynna fyrir þeim að hægt sé að gera upplifunina betri með því að fækka stöngum á hverju svæði. Og þeim þótti mjög merkilegt að heyra um lög á Íslandi sem gerðu mönnum skylt að stofna veiðfélag um hverja á og hvernig við höfum unnið úr þessu í framhaldi. Eins og þetta er uppbyggt núna í Svíþjóð er lítið um stangartakmarkanir á hverju vatnasvæði og þar af leiðandi er erfitt að markaðssetja þetta fyrir ferðamenn. Fyrirlesturinn vakti nokkra lukku þó ég segi sjálfur frá og kóngurinn hló á réttum stöðum!“ sagði Jóhann í samtali við Veiðivísi. Hægt er að skoða fyrirlesturinn og úrdrátt úr kynningunni með því að smella hér.
Mest lesið Flottasta RISE hátíðin hingað til Veiði Flekkudalsá til SVFR Veiði Fyrsta hollið í Blöndu með 23 laxa Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Bubbi lét húðflúra laxaflugu á handlegginn Veiði Sumarhátíð SVFR haldin næsta laugardag Veiði 243 laxar komnir á land í Selá Veiði Allar lokatölur komnar úr laxveiðiánum Veiði Mokveiði í Frostastaðavatni Veiði Miðfjarðará aflahæst sjálfbæru ánna Veiði