Vísir greindi frá því í gærkvöldi að útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu hafi verið frestað til 31. október.
Á blaðamannafundi eftir að niðurstaða um framlengdan frest Brexit var ljós sagði Tusk framlenginguna sveigjanlega en styttri en hann bjóst við og að tíminn væri nægur til að komast að bestri mögulegri niðurstöðu.
Nú væru örlög Brexit alfarið í höndum Breta. Þá biðlaði hann til breska þingsins að „sóa ekki tímanum“
Ávarpar neðri deild þingsins í dag
May segir í yfirlýsingu sinni, eftir að framlenging fram til 31. október var ljós, að hún vilji ganga úr Evrópusambandinu með samningi eins fljótt og auðið er.Hún harmi það að hafa ekki enn tekist að sannfæra breska þingið um að samþykkja þá samninga sem heimila Bretlandi útgöngu á farsælan hátt.
May kom sér ítrekað hjá því að svara spurningum um framtíð hennar sem forsætisráðherra, í ljós þess að hún hafði lýst því yfir að hún myndi ekki samþykkja lengri framlengingu en til 30. júní.
Hún hamraði þó á því að Bretar gætu enn gengið úr sambandinu fyrir 22. maí og komist hjá því að taka þátt í kosningum til Evrópuþings.
May ávarpar neðri deild breska þingsins síðar í dag.