Tómas Lemarquis og Ólafur Darri hópfjármagna svarta kómedíu Sylvía Hall skrifar 14. apríl 2019 09:00 Myndin er tekin upp á Íslandi. Skjáskot Hópfjármögnun stendur nú yfir fyrir nýja stuttmynd sem skartar þeim Tómasi Lemarquis og Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverkum en myndinni er lýst sem svartri og súrrealískri kómedíu sem sækir innblástur sinn í Jim Henson, Terry Gilliam og Ingmar Bergman. Myndin ber titilinn „The Rock of Ages“ og fjallar um fornan hermann, sem leikinn er af Tómasi, sem kemst í furðuleg kynni við talandi stein en Ólafur Darri fer með hlutverk steinsins. Í lýsingu á vef Indiegogo segir að sagan sé um ofbeldisfullan hermann sem gerir hræðilega hluti í þeirri trú að það muni gera hann ódauðlegan en hlutirnir taka óvænta og grátbroslega stefnu þegar hann kemst í kynni við steininn talandi. Myndin er tekin upp á Íslandi og er hugarfóstur leikstjórans Eron Sheean sem leikstýrði meðal annars myndinni „Errors of the Human Body“ en hann kynntist Tómasi við gerð þeirrar myndar og vildu þeir starfa meira saman.Tómas Lemarquis fer með hlutverk hermannsins í myndinni.Skjáskot„Við áttum langar samræður fram á nótt um það að okkur langaði að gera mynd. Nóttina eftir þessar samræður dreymir hann draum þar sem er talandi steinn sem varð svo hugmyndin að myndinni upphaflega,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Sheean, sem kemur upprunalega frá Ástralíu, fékk mikinn innblástur frá Íslandi og má sjá sterka skírskotun í íslenska sagnahefð í myndinni. Myndin dansar á mörkum hins raunverulega og er erfitt að sjá hvort atburðarásin sé einungis hugarheimur hermannsins eða raunveruleikinn. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð myndarinnar og hafa leikmunir verið gerðir sem styrktaraðilar geta eignast gegn styrktarframlagi. Þá geta styrktaraðilar komist á kreditlista myndarinnar fyrir aðeins þriggja punda framlag, sem samsvarar tæplega fimm hundruð íslenskum krónum. Fjármögnun stendur yfir til 18. maí og er stefnan sett á fimmtán þúsund pund, um 2,3 milljónir íslenskra króna, en nú þegar hafa safnast rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur.Söfnunina má finna hér. Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira
Hópfjármögnun stendur nú yfir fyrir nýja stuttmynd sem skartar þeim Tómasi Lemarquis og Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverkum en myndinni er lýst sem svartri og súrrealískri kómedíu sem sækir innblástur sinn í Jim Henson, Terry Gilliam og Ingmar Bergman. Myndin ber titilinn „The Rock of Ages“ og fjallar um fornan hermann, sem leikinn er af Tómasi, sem kemst í furðuleg kynni við talandi stein en Ólafur Darri fer með hlutverk steinsins. Í lýsingu á vef Indiegogo segir að sagan sé um ofbeldisfullan hermann sem gerir hræðilega hluti í þeirri trú að það muni gera hann ódauðlegan en hlutirnir taka óvænta og grátbroslega stefnu þegar hann kemst í kynni við steininn talandi. Myndin er tekin upp á Íslandi og er hugarfóstur leikstjórans Eron Sheean sem leikstýrði meðal annars myndinni „Errors of the Human Body“ en hann kynntist Tómasi við gerð þeirrar myndar og vildu þeir starfa meira saman.Tómas Lemarquis fer með hlutverk hermannsins í myndinni.Skjáskot„Við áttum langar samræður fram á nótt um það að okkur langaði að gera mynd. Nóttina eftir þessar samræður dreymir hann draum þar sem er talandi steinn sem varð svo hugmyndin að myndinni upphaflega,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Sheean, sem kemur upprunalega frá Ástralíu, fékk mikinn innblástur frá Íslandi og má sjá sterka skírskotun í íslenska sagnahefð í myndinni. Myndin dansar á mörkum hins raunverulega og er erfitt að sjá hvort atburðarásin sé einungis hugarheimur hermannsins eða raunveruleikinn. Mikil vinna hefur verið lögð í gerð myndarinnar og hafa leikmunir verið gerðir sem styrktaraðilar geta eignast gegn styrktarframlagi. Þá geta styrktaraðilar komist á kreditlista myndarinnar fyrir aðeins þriggja punda framlag, sem samsvarar tæplega fimm hundruð íslenskum krónum. Fjármögnun stendur yfir til 18. maí og er stefnan sett á fimmtán þúsund pund, um 2,3 milljónir íslenskra króna, en nú þegar hafa safnast rúmlega fjögur hundruð þúsund krónur.Söfnunina má finna hér.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Lífið Aron selur húsið ári eftir kaupin Lífið Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Lífið Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Lífið Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Lífið Versti óttinn að raungerast Lífið Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Lífið Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Fleiri fréttir Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Frægt fólk og feimnir karlar leita til Valgerðar spákonu Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Finna gersemar og handsama lygaþvælu og rusl Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Sjá meira