Atkvæðagreiðslu VR um lífskjarasamning lýkur í dag Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson var sáttur þegar samningar höfðu verið undirritaðir. Fréttablaðið/Ernir Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15
Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45
Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00