Innlent

Nokkur fjöldi bíður enn

Ari Brynjólfsson skrifar
Farþegar að bíða á Keflavíkurflugvelli.
Farþegar að bíða á Keflavíkurflugvelli. Fréttablaðið/Anton Brink
Allar áætlanir til og frá Keflavíkurflugvelli stóðust í gær. Rúmlega 3.600 farþegar Icelandair sátu fastir vegna veðurs á föstudaginn og fram á seinnipartinn á laugardaginn. Í gærkvöldi var Ice­landair búið að leysa úr vanda rúmlega 3 þúsund farþega en nokkur hundruð eru enn hér á landi og bíða eftir flugi.

„Það er allt í góðu gengi núna og hafa allar áætlanir staðist í dag Það eru allir landgangar í notkun nema einn, sá sem hefur lægri þröskuld fyrir vindhraða,“ sagði Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í gærkvöldi.

Ástandið á Keflavíkurflugvelli var orðið með eðlilegu móti fyrir hádegi.

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að unnið hafi verið dag og nótt að því að koma öllum úr landi. „Við settum upp aukaflug, átta flug til Bandaríkjanna og þrjú til Evrópu.“

Vél sem Icelandair er með á leigu fyrir sumarið hafi komið að góðum notum, einnig hafi farþegum verið komið í vélar annarra flugfélaga.




Tengdar fréttir

Betur gekk að koma fólki frá borði

Veðrið á suðvesturhorninu undanfarna sólarhringa hefur varla farið fram hjá neinum. Mikið hefur verið fjallað um hvassviðrið og þá helst áhrif þess á flugsamgöngur.

Hvass­viðrið setur flug­sam­göngur enn úr skorðum

Hvassviðrið sem hrjáði Keflavíkurflugvöll í gærkvöld heldur áfram að valda vandræðum. Vegna veðurspár hefur verið gripið til þess ráðs að aflýsa seinni-parts flugi til Bandaríkjanna og Evrópu.

Biður farþega um að sýna biðlund vegna flugtafa

Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir allt kapp vera lagt á það að koma farþegum á áfangastaði og reyna leysa úr þeirri stöðu sem uppi er eftir að tugum flugferða var frestað vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×