Birgir Leifur: Stærsta endurkoma íþróttasögunnar Anton Ingi Leifsson skrifar 15. apríl 2019 20:30 Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur til margra ára, segir að endurkoma Tiger Woods sé ein stærsta endurkoma sögunnar í íþróttaheiminum. Tiger vann sinn fimmta græna jakka í gær er hann kom, sá og sigraði en ellefu ár voru liðin frá síðasta risatitli Tiger. „Maður var hrærður og það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn að horfa á kallinn koma til baka. Þetta var engum orðum lýst og stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ „Það eru 22 ár síðan hann vann fyrsta græna jakkann. Það eru svo fjórtán ár á milli jakka, 2015 og 2019, og 2008 kom síðasti risatitill er hann var á annarri löppinni.“ Margt og mikið hefur gengið á hjá Tiger undanfarin ár og því er endurkoman fyrir vikið enn stærri. „Í kjölfarið verður fjölmiðlafár, skilnaður og ljótt dæmi í kringum hann. Svo koma meiðsli sem eru mjög erfið í golfinu og það voru margir búnir að afskrifa hann.“ „Þetta var dálítið skrifað í skýin er maður horfði á þetta á tímabili í gær. Það voru allir að tala um að nýa kynslóðin væri að taka við, sem er klárlega líka, en hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta.“ „Við sáum það eftir átjándu að hann er kóngurinn,“ en hvað tekur við núna hjá Tiger? „Núna verður spurning hvort að tankurinn sé tómur eða hvort að hann geti byggt upp annað hugarfar til þess að ná þessum átján risatitlum Nicklaus. Það mun klárlega vera hans næsta markmi“ Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, atvinnukylfingur til margra ára, segir að endurkoma Tiger Woods sé ein stærsta endurkoma sögunnar í íþróttaheiminum. Tiger vann sinn fimmta græna jakka í gær er hann kom, sá og sigraði en ellefu ár voru liðin frá síðasta risatitli Tiger. „Maður var hrærður og það voru alls konar tilfinningar sem brutust í gegn að horfa á kallinn koma til baka. Þetta var engum orðum lýst og stærsta endurkoma íþróttasögunnar,“ „Það eru 22 ár síðan hann vann fyrsta græna jakkann. Það eru svo fjórtán ár á milli jakka, 2015 og 2019, og 2008 kom síðasti risatitill er hann var á annarri löppinni.“ Margt og mikið hefur gengið á hjá Tiger undanfarin ár og því er endurkoman fyrir vikið enn stærri. „Í kjölfarið verður fjölmiðlafár, skilnaður og ljótt dæmi í kringum hann. Svo koma meiðsli sem eru mjög erfið í golfinu og það voru margir búnir að afskrifa hann.“ „Þetta var dálítið skrifað í skýin er maður horfði á þetta á tímabili í gær. Það voru allir að tala um að nýa kynslóðin væri að taka við, sem er klárlega líka, en hann er ekki búinn að syngja sitt síðasta.“ „Við sáum það eftir átjándu að hann er kóngurinn,“ en hvað tekur við núna hjá Tiger? „Núna verður spurning hvort að tankurinn sé tómur eða hvort að hann geti byggt upp annað hugarfar til þess að ná þessum átján risatitlum Nicklaus. Það mun klárlega vera hans næsta markmi“
Golf Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira