Óttast handtöku fyrir að keppa í stuttbuxum og hlýrabol Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. apríl 2019 16:00 Sadaf Khadem í bardaganum um helgina mynd/bbc/reuters Fyrsta íranska konan til þess að keppa í hnefaleikum hættir sér ekki til heimalandsins vegna þess að búið sé að gefa út handtökuskipan á hana. Sadaf Khadem vann hina frönsku Anne Chauvin í hnefaleikabardaga um helgina og varð um leið fyrsta konan frá Íran til þess að keppa í opinberum hnefaleikabardaga. Hún ætlaði að ferðast aftur til heimalandsins í vikunni en hætti við það eftir að hún komst að því að búið væri að gefa út handtökuskipan á hana. BBC greinir frá þessu en írönsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að hvort handtökuskipan hafi í raun verið gefin út. „Ég barðist í löglegum bardaga í Frakklandi. En þar sem ég var í stuttbuxum og bol, sem heimsbyggðinni finnst fullkomlega eðlilegt, braut ég gegn reglum heimalandsins,“ sagði Khadem við franska blaðið L'Equipe. „Ég var ekki með hijab og ég er þjálfuð af karlmanni. Sumir sjá þetta mjög svörtum augum.“ Íranska hnefaleikasambandið sagði í tilkynningu á mánudag að það hafi ekki skipulagt neina bardaga fyrir konur en sé ekki ábyrgt fyrir gjörðum einstakra hnefaleikakappa. Hins vegar ítrekaði sambandið að íranskar íþróttakonur ættu að fara eftir lögum landsins um hijab. Samkvæmt lögum landsins eiga allar konur og stelpur allt niður í níu ára aldur að ganga með hijab á almannafæri. Séu þær reglur brotnar þá getur refsingin verið allt að tveggja mánaða fangelsisvist. Þá eiga íranskar íþróttakonur að hylja hár, háls, hendur og fætur þegar þær keppa. Khadem hefði verið í nokkrum vandræðum með það hverju hún ætti að klæðast í bardaga, og í raun hefði hún ekki getað keppt nema brjóta einhver lög, þar til nýlega. Það var nefnilega ekki leyfilegt að keppa í hnefaleikum með hijab eða í heilgalla þar til í lok febrúar þegar alþjóða hnefaleikasambandið breytti reglum sínum. Box Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira
Fyrsta íranska konan til þess að keppa í hnefaleikum hættir sér ekki til heimalandsins vegna þess að búið sé að gefa út handtökuskipan á hana. Sadaf Khadem vann hina frönsku Anne Chauvin í hnefaleikabardaga um helgina og varð um leið fyrsta konan frá Íran til þess að keppa í opinberum hnefaleikabardaga. Hún ætlaði að ferðast aftur til heimalandsins í vikunni en hætti við það eftir að hún komst að því að búið væri að gefa út handtökuskipan á hana. BBC greinir frá þessu en írönsk stjórnvöld hafa ekki staðfest að hvort handtökuskipan hafi í raun verið gefin út. „Ég barðist í löglegum bardaga í Frakklandi. En þar sem ég var í stuttbuxum og bol, sem heimsbyggðinni finnst fullkomlega eðlilegt, braut ég gegn reglum heimalandsins,“ sagði Khadem við franska blaðið L'Equipe. „Ég var ekki með hijab og ég er þjálfuð af karlmanni. Sumir sjá þetta mjög svörtum augum.“ Íranska hnefaleikasambandið sagði í tilkynningu á mánudag að það hafi ekki skipulagt neina bardaga fyrir konur en sé ekki ábyrgt fyrir gjörðum einstakra hnefaleikakappa. Hins vegar ítrekaði sambandið að íranskar íþróttakonur ættu að fara eftir lögum landsins um hijab. Samkvæmt lögum landsins eiga allar konur og stelpur allt niður í níu ára aldur að ganga með hijab á almannafæri. Séu þær reglur brotnar þá getur refsingin verið allt að tveggja mánaða fangelsisvist. Þá eiga íranskar íþróttakonur að hylja hár, háls, hendur og fætur þegar þær keppa. Khadem hefði verið í nokkrum vandræðum með það hverju hún ætti að klæðast í bardaga, og í raun hefði hún ekki getað keppt nema brjóta einhver lög, þar til nýlega. Það var nefnilega ekki leyfilegt að keppa í hnefaleikum með hijab eða í heilgalla þar til í lok febrúar þegar alþjóða hnefaleikasambandið breytti reglum sínum.
Box Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti John Cena hættur að glíma Sport Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Fótbolti Fleiri fréttir Afi á fimmtudagsaldri spilar NFL leik í dag John Cena hættur að glíma Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Hundrað ára vaxtarræktarkappi Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Dagskráin: Enski, píla í Ally Pally og NFL-sunnudagur Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum Elsti maðurinn til að vinna leik á HM í pílu Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið „Frammistaðan í fyrri hálfleik var hræðileg og okkur bara til skammar“ Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ Sjá meira