Líkurnar á því að Jón Þröstur finnist á lífi fari minnkandi með degi hverjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. apríl 2019 15:01 Jón Þröstur Jónsson hefur ekki sést síðan hann gekk út af hóteli sínu í Dyflinni þann 9. febrúar síðastliðinn. Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu. Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Daníel Wiium, bróðir Jóns Þrastar Jónssonar, telur líkurnar á því að bróðir sinn finnist á lífi fara minnkandi með degi hverjum. Þetta kom fram í máli Daníels í viðtali við írsku fréttastofuna Virgin Media News. Leit fjölskyldunnar að Jóni Þresti, sem hvarf sporlaust í Dyflinni í febrúar síðastliðnum, hefur enn engan árangur borið. „Fyrir mitt leyti held ég að hann hafi verið að hitta einhvern eða fara eitthvert. Það var eitthvað sem hann ætlaði að gera, það er það sem ég held. Og ég held að hann hafi farið upp í einhvers konar farartæki,“ sagði Daníel í samtali við Virgin Media en fréttastofan birti stutta umfjöllun um hvarf Jóns Þrastar á Facebook-síðu sinni í morgun „Líkurnar á því að finna hann á lífi fara minnkandi með hverjum deginum, hverri klukkustund,“ bætti Daníel við.Viðtalið við Daníel má horfa á í spilaranum hér að neðan. Davíð Karl Wiium, annar bróðir Jóns Þrastar, segir í samtali við Vísi að staðan á málinu sé mjög svipuð og verið hefur síðustu vikur. Davíð segir að Daníel hafi flogið út til Írlands í morgun og haldi á fund með lögreglu í dag. Þá muni Daníel einnig leggja áherslu á að komast í írska fjölmiðla, þar sem mikilvægt sé að halda málinu lifandi úti á Írlandi.Davíð Karl Wiium.Mynd/Facebook„Þetta er soldið mikið bara „the waiting game“, eins og maður segir,“ segir Davíð. Daníel brunaði strax í viðtalið við Virgin Media þegar hann lenti í Dyflinni. Inntur eftir því hvort upplifun fjölskyldunnar sé sú sama og Daníel lýsir í viðtalinu segir Davíð svo ekki endilega vera. „Þetta er kannski hans upplifun en fyrir mér eru allar líkur jafnmiklar svo sem, á lífi eða ekki á lífi eða hvort hann sé þar [á Írlandi] eða annars staðar. Á meðan ég veit ekki neitt þá verðum við bara að leyfa þessu að ráðast,“ segir Davíð. „Fyrir mér er bara að fá niðurstöðu í málið það mikilvægasta á þessum tímapunkti. Þangað til það kemur í ljós, vonandi fyrr en síðar, verður maður að halda öllu opnu.“ Davíð segir að á meðan engar nýjar upplýsingar liggi fyrir í málinu séu ekki forsendur fyrir annarri leit, líkt og aðstandendur Jóns Þrastar hafa blásið reglulega til úti í Dyflinni. Þau fylgist áfram grannt með stöðu mála og séu í sambandi við lögreglu.
Írland Leitin að Jóni Þresti Tengdar fréttir Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15 Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13 Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Á krossgötum eftir hvarf Jóns Þrastar Rúmir tveir mánuðir eru frá því að Jón Þröstur Jónsson hvarf á dularfullan hátt á Írlandi. 8. apríl 2019 08:15
Getur ekki leyft sér að syrgja og heldur áfram að leita bróður síns Ekkert hefur spurst til Jóns Þrastar síðan hann gekk út af hóteli og út á götur Dyflinnar að morgni laugardagsins 9. febrúar. Jón Þröstur verður 42 ára á þessu ári og er fjögurra barna faðir. Davíð segist ekkert hafa sofið fyrstu vikurnar eftir að Jón Þröstur hvarf. 21. mars 2019 14:13
Fjölskylda Jóns fær særandi skilaboð frá fjölda miðla Frá þessu segir fjölskyldan á Facebook-síðu sem tileinkuð er leitinni að Jóni Þresti. 9. apríl 2019 11:53