Reykjaneshöfn stendur ekki undir sér óbreytt Sveinn Arnarsson skrifar 18. apríl 2019 08:45 Reykjaneshöfn þykir ekki rekstrarhæf að óbreyttu. Fréttablaðið/Anton Reykjaneshöfn er ekki rekstrarhæf að óbreyttu að mati hafnarstjóra en höfnin var rekin með 44 milljóna króna tapi í fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi fengið leyfi sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja inn 191 milljónar króna framlag til hafnarinnar. Fjármagnsliðir, það eru greiðslur vaxtaberandi skulda, námu 348 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var hins vegar aðeins 158 milljónir og hrökkva þær skammt til að höfnin eigi fyrir skuldum. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa að óbreyttu. „Reksturinn sjálfur stendur þannig séð undir sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160 milljónum króna hærri en gjöldin og því framlegðin ágæt. Hins vegar eru vaxtaberandi skuldir hafnarinnar þannig að úr þarf að bæta,“ segir Halldór Karl. Til að reksturinn borgi sig þarf að reyna að lækka skuldirnar með einhverjum ráðum eða hækka tekjur hafnarinnar.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála til að leggja höfninni til 191 milljón króna til að laga reksturinn. Þrátt fyrir það var höfnin rekin með 44 milljóna króna tapi. „Okkar eina von til að þetta gangi er að auka tekjur hafnarinnar með aukinni skipakomu og upp- eða útskipun verðmæta frá höfninni. Þetta er búið að vera svona í langan tíma en við vonum að á næstu árum verði hægt að snúa taflinu við,“ segir Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar standa undir venjulegum rekstri en skuldirnar eru það sem sligar reksturinn of mikið.“ Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega hafnir sveitarfélaga ekki vera reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef það gerist þarf sveitarfélagið að taka reksturinn yfir og færa hann yfir úr B-hluta rekstursins. Reykjaneshöfn hefur í fjölda ára verið rekin með tapi en Kjartan segir sveitarstjórnarráðuneytið veita þeim leyfi til að halda þessu áfram í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. „Við höfum fengið leyfi frá ráðuneytinu til þess að halda áfram og vonum að reksturinn batni á næstu þremur árum. Einnig fengum við leyfi ráðuneytisins til að setja inn í reksturinn 191 milljón króna til að greiða skuldir hafnarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira
Reykjaneshöfn er ekki rekstrarhæf að óbreyttu að mati hafnarstjóra en höfnin var rekin með 44 milljóna króna tapi í fyrra þrátt fyrir að Reykjanesbær hafi fengið leyfi sveitarstjórnarráðuneytisins til að leggja inn 191 milljónar króna framlag til hafnarinnar. Fjármagnsliðir, það eru greiðslur vaxtaberandi skulda, námu 348 milljónum króna í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og vexti var hins vegar aðeins 158 milljónir og hrökkva þær skammt til að höfnin eigi fyrir skuldum. Halldór Karl Hermannsson hafnarstjóri segir höfnina ekki rekstrarhæfa að óbreyttu. „Reksturinn sjálfur stendur þannig séð undir sér. Tekjur hafnarinnar eru um 160 milljónum króna hærri en gjöldin og því framlegðin ágæt. Hins vegar eru vaxtaberandi skuldir hafnarinnar þannig að úr þarf að bæta,“ segir Halldór Karl. Til að reksturinn borgi sig þarf að reyna að lækka skuldirnar með einhverjum ráðum eða hækka tekjur hafnarinnar.“Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir Reykjanesbæ hafa fengið leyfi frá ráðuneyti sveitarstjórnarmála til að leggja höfninni til 191 milljón króna til að laga reksturinn. Þrátt fyrir það var höfnin rekin með 44 milljóna króna tapi. „Okkar eina von til að þetta gangi er að auka tekjur hafnarinnar með aukinni skipakomu og upp- eða útskipun verðmæta frá höfninni. Þetta er búið að vera svona í langan tíma en við vonum að á næstu árum verði hægt að snúa taflinu við,“ segir Kjartan Már. „Tekjur hafnarinnar standa undir venjulegum rekstri en skuldirnar eru það sem sligar reksturinn of mikið.“ Samkvæmt sveitarstjórnarlögum mega hafnir sveitarfélaga ekki vera reknar með tapi í þrjú ár í röð. Ef það gerist þarf sveitarfélagið að taka reksturinn yfir og færa hann yfir úr B-hluta rekstursins. Reykjaneshöfn hefur í fjölda ára verið rekin með tapi en Kjartan segir sveitarstjórnarráðuneytið veita þeim leyfi til að halda þessu áfram í að minnsta kosti þrjú ár í viðbót. „Við höfum fengið leyfi frá ráðuneytinu til þess að halda áfram og vonum að reksturinn batni á næstu þremur árum. Einnig fengum við leyfi ráðuneytisins til að setja inn í reksturinn 191 milljón króna til að greiða skuldir hafnarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Reykjanesbær Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Sjá meira