Hvar er opið um páskana? Gígja Hilmarsdóttir skrifar 18. apríl 2019 11:12 Helstu matvöruverslanir landsins eru opnar í dag. fréttablaðið/valli Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag og um helgina. Verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru opnar milli klukkan 13 og 18 í dag. Glerártorg opnar líka klukkan 13 í dag en lokað verður þar klukkan 17. Lokað verður á morgun föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í verslanamiðstöðvum landsins. Matvöruverslanir eru flestar opnar í dag en opið er í öllum verslunum Bónus í dag frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og páskadag en opið verður milli klukkan 11 og 18 annan í páskum.Krónan er með opið öllum verslunum sínum í dag. Á morgun, föstudaginn langa og á páskadag verður opið í Árbæ, Jafnarseli, Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Nóatúni, Skeifunni og í Vík. Verslanir Hagkaups eru opnar í dag en lokað verður á föstudaginn langa og á páskadag. Þá verður opið annan í páskum í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ, Eiðistorgi, Spöng og Akureyri. Nettó er með opið í öllum sínum verslunum í dag. Á morgun, föstudaginn langa verður opið í Hrísalundi Akureyri og Hveragerði milli 10 og 21, Nettó Ísafirði opnar einnig klukkan 10 á föstudaginn langa og lokað verður klukkan 19. Hefðbundinn opnunartími milli klukkan 10 og 20 verður í Melabúðinni í dag, föstudaginn langa og annan í páskum en lokað verður á páskadag. Fjarðarkaup er opið á milli 10 og 18 í dag og lokað verður á morgun, á páskadag og annan í páskum.Vínbúðin er lokuð í dag og á morgun en opnar á laugardag. Lokað verður í Vínbúðinni á páskadag og annan í páskum.Apótekarinn Austurveri er opinn alla páskana milli klukkan 9 og 24 og apótek Lyfju verða opin í Lágmúla, Smáralind, Smáratorgi, Granda og Reykjanesbæ í dag. Opið verður í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á föstudaginn langa og páskadag. Heilsugæslustöðvar eru lokaðar í dag og fram yfir annan í páskum. Læknavaktin verður opin milli 9 og 23:30. Akstur Strætó verður samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Ekið verður samkvæmt hefðbundinni áætlun á laugardag.Skíðað á Norðurlandi og Austurlandi Þrátt fyrir endanlega lokun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þennan veturinn geta skíðamenn sem eru staddir fyrir norðan rennt sér í brekkum Hlíðarfjalls, Dalvíkur og Siglufjarðar. Þeir sem eru staddir á Austurlandi geta skíðað í Stafdal og í Oddskarði. Sundlaugar opnar víðast hvar á landinu Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins eru víða opnar milli 9 og 18 í dag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður opið milli 10 og 18. Eins verður opið milli 10 og 18 í Sundhöll Ísafjarðar í dag og á morgun, opið mill 10 og 15 á páskadag og annan í páskum í sundhöllinni þar í bæ. Sundlaug Akureyrar verður opin í dag frá 9 til 19 yfir páskana en lokað verður klukkan 18:30 annan í páskum. Sundlaugin á Egilsstöðum er opin milli 10 og 18 í dag, föstudaginn langa og á laugardag en lokað verður á páskadag og annan í páskum. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn verður opinn alla páskana milli 10 og 17.Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér. Lyf Páskar Skíðasvæði Sundlaugar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Víða er opið í verslunum og hjá öðrum þjónustuaðilum í dag og um helgina. Verslanamiðstöðvarnar Kringlan og Smáralind eru opnar milli klukkan 13 og 18 í dag. Glerártorg opnar líka klukkan 13 í dag en lokað verður þar klukkan 17. Lokað verður á morgun föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum í verslanamiðstöðvum landsins. Matvöruverslanir eru flestar opnar í dag en opið er í öllum verslunum Bónus í dag frá 10 til 19, lokað verður á föstudaginn langa og páskadag en opið verður milli klukkan 11 og 18 annan í páskum.Krónan er með opið öllum verslunum sínum í dag. Á morgun, föstudaginn langa og á páskadag verður opið í Árbæ, Jafnarseli, Hamraborg, Hvaleyrarbraut, Nóatúni, Skeifunni og í Vík. Verslanir Hagkaups eru opnar í dag en lokað verður á föstudaginn langa og á páskadag. Þá verður opið annan í páskum í Hagkaup Skeifunni, Garðabæ, Eiðistorgi, Spöng og Akureyri. Nettó er með opið í öllum sínum verslunum í dag. Á morgun, föstudaginn langa verður opið í Hrísalundi Akureyri og Hveragerði milli 10 og 21, Nettó Ísafirði opnar einnig klukkan 10 á föstudaginn langa og lokað verður klukkan 19. Hefðbundinn opnunartími milli klukkan 10 og 20 verður í Melabúðinni í dag, föstudaginn langa og annan í páskum en lokað verður á páskadag. Fjarðarkaup er opið á milli 10 og 18 í dag og lokað verður á morgun, á páskadag og annan í páskum.Vínbúðin er lokuð í dag og á morgun en opnar á laugardag. Lokað verður í Vínbúðinni á páskadag og annan í páskum.Apótekarinn Austurveri er opinn alla páskana milli klukkan 9 og 24 og apótek Lyfju verða opin í Lágmúla, Smáralind, Smáratorgi, Granda og Reykjanesbæ í dag. Opið verður í Lyfju Lágmúla og Smáratorgi á föstudaginn langa og páskadag. Heilsugæslustöðvar eru lokaðar í dag og fram yfir annan í páskum. Læknavaktin verður opin milli 9 og 23:30. Akstur Strætó verður samkvæmt sunnudagsáætlun í dag, föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Ekið verður samkvæmt hefðbundinni áætlun á laugardag.Skíðað á Norðurlandi og Austurlandi Þrátt fyrir endanlega lokun skíðasvæða höfuðborgarsvæðisins þennan veturinn geta skíðamenn sem eru staddir fyrir norðan rennt sér í brekkum Hlíðarfjalls, Dalvíkur og Siglufjarðar. Þeir sem eru staddir á Austurlandi geta skíðað í Stafdal og í Oddskarði. Sundlaugar opnar víðast hvar á landinu Sundlaugar höfuðborgarsvæðisins eru víða opnar milli 9 og 18 í dag og annan í páskum. Á föstudaginn langa og páskadag verður opið milli 10 og 18. Eins verður opið milli 10 og 18 í Sundhöll Ísafjarðar í dag og á morgun, opið mill 10 og 15 á páskadag og annan í páskum í sundhöllinni þar í bæ. Sundlaug Akureyrar verður opin í dag frá 9 til 19 yfir páskana en lokað verður klukkan 18:30 annan í páskum. Sundlaugin á Egilsstöðum er opin milli 10 og 18 í dag, föstudaginn langa og á laugardag en lokað verður á páskadag og annan í páskum. Húsdýra- og fjölskyldugarðurinn verður opinn alla páskana milli 10 og 17.Fleiri opnunartíma veitingastaða, sundlauga og safna má finna hér.
Lyf Páskar Skíðasvæði Sundlaugar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira